Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 68
68
af allr er fwi ritað: allz, alz, aldz, altz; af illr: illz, ilz
ildz. Ef. et. af maðr: viannz, manz, mandz, Þó finst
þetta innskotna d fyrir frarnan s aldrei hjá skáldum.
Þessi framburður á sér nú engan stað í málinu og ber
þvi eigi að taka hann til greina í nýíslenzku, en í út-
gáfum fornrita er sjálfsagt að rita slíkar orðmyndir með
þeirri stafsetningu, er þær hafa í fornritunum, og er það
með öllu rangt að breyta þeim i nýislenzkar myndir t. d
að rita ef. et. af maðr: manns, og þó hafa menn alt til
skamms tíma leyft sér þetta. Ef. et. i kk. og hvk. af allur og
illur er nú framborið als, ils, og tel eg réttast að rita svo
í nýíslenzku.
m.
I fornmálinu virðist það vera regla að rita einfalt m
í einkvæðum orðmyndum t. d. fim, fram, um. Þar sem
töluorðið fim finst ritað með fullum stöfum í fornum
handritum, er það nálega undantekningarlaust ritað með
einföldu m-i, og þar sem þetta töluorð er frumliður í
samsetningum, er það einnig ritað með einu m-i t. d.
fimtandi, fimti, fimt0gr. Fritzner ritar með réttu fim,fim-
faldr, fimgreindr, fimt, fimtan o. s. frv. Ohætt er að
segja, að það sé regla í fornmálinu að tvifalda eigi m
fyrir framan annan samhljóð í satna orði. Eg skal taka
til dæmis viðlagsorðið skamr. Það fallbreytist þannig:
sg.nom. skamr m skom skamt
g. skams skamrar skams
d. skommom skamri skommo
a. skamman skamma skamt
pl.nom. skammir skammar skom
g. skamra
d. skqmmom
a. skamma skammar skqm
Miðstig og yfirstig er skemri, skemstr, atviksorð skamt,