Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 10
IO
Seðillinn skal allur vera um 5 þumlungar á breidd.
13. gr.
Yfirkjörstjórnin, sem annast pappír í seðlana og útbún-
ing þeirra, skal vandlega gæta þess, aS hver miSi, sem hún
leggur til í prentsmiSjuna, komi henni aftur í hendur, eins
þótt skaddast hafi, og skal hún hafa alla varúS á því, aS
eigi verSi íleiri seSlar prentaSir, en hún tekur viS, og
forSast skal hún aS láta nokkurn mann sjá seSlana fyrir
kjördag.
14. gr.
5 dögum eftir að framboSsfrestur er útrunninn skulu
kjörseðlarnir allir fullprentaðir, og skal yfirkjörstjórnin næsta
dag þar á eftir afhenda til flutnings á pósthúsiS sem ábyrgS-
arsending þá seðla, sem senda skal undirkjörstjórn hverri, en
hverri þeirra skal senda jafnmarga seðla sem kjósendur eru
á kjörskrá í hennar umdæmi og 10°/° fram yfir. Seðlarnir
skulu sendir í vönduðum umbúðum þannig innsigluðum af
yfirkjörstjórninni með embættisinnsigli henuar, að eigi só auð-
ið að opna umbúðirnar og ná út seðlum án þess að brjóta
innsiglið.
15. gr.
Jafnframt og yfirkjörstjórnin sendir undirkjörstjórnum
kjörseðla, skal hún láta hverri sendingu fylgja umslög fóðr-
uð sterku lérefti og áprentaða utanáskrift til yfirkjörstjórnar-
innar í Reykjavík. Hver kjörstjórn skal fá 10 umslög og
skal á tvö þeirra prentað vera á neðra framhorni: »gildir
seðlar«, á tvö: »ógildir seðlar«, á tvö: »ágreinings seðlar«,
á tvö: »ónyttir seðlar«, og á tvö: »afgangs seðlar«.
Umslög þessi skulu vera svo stór, að allir seðlar af
hverri þessari tegund komist í eitt umslag, en hin umslögin
eru til vara. Auk þess skal yfirkjörstjórnin leggja með eitt
stórt og sterkt lóreftsfóðrað umslag, með áprentaSri utanáskrift
sinni, og í efra framhorni nafn undirkjördæmisins, sem leggja
skal hin umslögin í. Hór með skal fylgja eiðstafur undir-
kjórstjórna (sjá 4. gr.).