Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 51
51
Og svo er annars að gæta. Af þessum tveggja ára
skýrslum, sem eg hefi yfirfarið, má ráða það, að það eru
yfirleitt sömu sveitirnar, sem ár frá ári halda barnakenslu
sinni í þolanlegu horfi,—þolanlegu í samanburði við ann-
að verra,—láta kenna börnunum eitthvað meira en I2vik-
ur. Og svo eru það lika yfirleitt sömu sveitirnar, sem
ár frá ári láta kenna sínum börnum i—8 vikur, og þau
börn eru langt } fir tvo þriðju hluta allra þeirra barna,
sem við þessa kenslu eign að búa. Og svo í þokkabót
engin trygging fyrir, að kennararnir séu hæfir til að kenna
neitt, hvað langan tíma, sem þeir hefðu til þess. Hitt
miklu líklegra, alt að því sjálfsagt, að yfirleitt veljist þang-
að verstir kennararnir, sem ólagið er mest. Með öðrum
orðum, afarstór flæmi af landinu eru að verða að menta-
legri, andlegri auðn með þessu háttalagi.
Hugleiðum þessar tölur. Vér megum ekki með
nokkuru lifiindi móti láta þær eins og vind um eyrun
þjóta. Hugsum um það, vér, sem eitthvað höfum feng-
ið að læra, hvað vér höfum getað lært á i—4 vikum,
eða 5—8 vikum, eða 9—12 vikum. Vér hefðum þurft
1 til 12 vikur til þess að rifja það upp árið eftir. Hugs-
um um börnin, sem fá þessa fræðslu. Hugsum um það,
að eftir nokkur ár eru þau orðin feður, mæður, sveita-
bændur, kjósendur. Gerum ráð fyrir, að vér ættum að
búa við þá verstu harðstjórn, sem hugsanleg er í veröld-
inni, harðstjórn, sem vildi svíkja út úr þjóðinni alt það
bezta, sem hún á í eigu sinni, vitið, sjálfstæðina, sann-
leiksþrána, en vildi fara svo kænlega að því, að þjóðin í-
myndaði sér, að eiginlega vildi nú stjórnin fara vel að
henni. Eg get ekki ímyndað mér, að henni mundi
hugkvæmast annað ráð snjallara en að láta kenna böm-
um hennar 1—8 vikur á ári. Ef þjóðinni væri bannað
að láta börnin sín læra nokkuð, þá mundi hún fara að
hugsa margt; þá mundi hún fara að vara sig. En ís»