Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 55
55
sem er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að þjóð vor verði
ekki gersamlega undir í þeim, mér liggur við að segja
ægilega, kappleik, sem nú er háður af öllum siðuðum
þjóðnm á framfarabrautinni.
Því að þar, á æskulýðnum, verðum vér að byrja.
Það er grundvallaratriðið, frumskilyrðið fyrir því, að þjóð-
líf vort verði ekki að flagi,
Þetta hefir oss íslendingúm veitt svo örðugt að láta
oss skiljast. Vér höfum' gfert oss í hugarlund, að þjóð-
þrif vor séu fyrst og fremst komin undir ýmsu öðru.
Eftir því, sem vér íslendingar kunnum að láta oss ant
um nokkuð, sem snertir almenningsheill — sú kunnátta
er nú auðvitað af skornum skamti — þá höfum vér lát-
ið oss tiltölulegt ant um ýmsa aðra mentun, þá mentun,
sem ekki er ætluð öllum fjöldanum. Og auðvitað á ekki
við að finna að því. Síður en svo. En ekki er eftir-
breytnisvert dæmi þess föður, sem á sand af börnum,
brýtur sig í mola til þess að koma einum eða tveimur
þeirra til vegs og virðingar, en fer svo illa með öll hin,
að þau verða að ræflum. Og margfaldlega brýnni er sú
nauðsyn og margfalt er gagnið að því, að öll þjóðin verði
vakandi, skilningsrík, mentuð þjóð, í samanburði við
alt annað, sem lýtur að mentun tiltölulega fárra manna.
Á hverju eigum vér þá að byrja, til þess að koma
alþýðumentun vorri í betra horf?
Ekki er eg í neinum efa um það, að vér eigurn að
byrja á því að afla oss góðra kennara. Eg er ekki í nein-
um efa um það, að vér hefðum átt að byrja á því, þegar
vér vöknuðum fyrst til nokkurrar meðvitundar um það, að
landssjóður ætti að stvrkja barnafræðsluna. Eg er sann
færður um, að það hefir eingöngu verið fyrir vanþekking
á skólamálum, að vér höfum verið að leggja kapp á að
koma upp kennaralausum skólurn. Og vér megum ekki
fyrir nokkurn mun halda áfrarn í þá áttina.