Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 42
42
með hrygð og hryllingi á þær ósleitilegu tilraunir, sem
gjörðar eru af sumum blöðum vorum til þess að spilla
þjóðinni, gera hana heimskari og verri en hún hefir
verið.
En á hitt verð eg að minnast, hvernig mjög mikill
hluti þjóðarinnar vitanlega les blöðin. Reyndar geri eg
ekki ráð fyrir, að verulega algengt sé dæmi eins sæmdar-
bónda á Norðurlandi. Haun hélt víst öll Reykjavíkurblöðin
og veturinn 1895—96 gat hann þess við annan þing-
manninn sinn, að kynlegt hefði sér þótt það, að stjórnar-
skrármálið skyldi aldrei vera nefnt á nafn á þinginu næsta
á undan — þingi, sem, eins og yður rekur sjálfsagt öll
minni til, var í báli og brandi út af nýrri tilbreytni i
stjórnarskrármálinu, sem lýst var »uppgjöf allra vorralands-
réttinda« í sumum blöðunum! Ekki geri eg heldur ráð
fyrir, að öllum þorra bænda sé eins farið og einum
hreppstjóra og maktarmanni í Húnavatnssýslu, sem eg
átti tal við hér um vorið. Eg spurði hann, hvernighon-
um litist á tilboð stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu. Það
vissi hann ekki; hann var »ekkert inni í pólitík«; hann
hafði aldrei heyrt á það minst. »En eg er ámótiValtý«,
bætti hann við ineð miklu sannfæringar-afli.
En þó að eg geri ekki sérlega mikið úr slíkum ein-
stökum kynjadæmum — þau hafa reyndar komið i-
skyggilega mörg upp úr kafinu á síðustu árum -—, þá
getur enginn vati á því leikið, að mjög mikill hluti þjóð-
arinnar hafi ekki náð þeim andlegum þroska, að hann
geti lesið blöð sér til neins verulegs gagns. Einkum er
þessu vafalaust svo farið með kvenfólkið. »Er sagan í
blaðinu?« Það er vanaviðkvæðið þess, þegar blaðið kem-
ur heim á heimilið. Sé sagan þar ekki, er þvi ekki for-
vitni á að sjá neitt, sem í blaðinu stendur. Þetta hafa
allir borið, sem eg hefi átt tal við um máhð. Auðvitað
eru til hér og þar á lnndinu konur, sem eru fyrirtaks-vel