Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 143
:43
skrimslum í Ölfusá og Hvítá, Lagarfljóti og Haukadals-
vatni vestra.
Elztu sagnir, sem til eru af skrimslinu í Ölfusá, eru
frá 1555. Þá og 1575 sáust skrimsli hjá Hofi og Auðs-
holti. Þau voru skjöldótt, á vöxt við gaflkænu og því
snubbótt að aftan, en fram úr þeim gekk lðng trjóna1).
A dögum síra Eiríks í Vogsósum (1677—1716) kom ljótt
og voðalegt skrimsli upp úr Ölfnsá, og lagðist á yzta
básinn í fjósinu á Arnarbæli. Það hafði sex fætur, og
þorði enginn að fara í fjósið fyrir því. Síra Eiríkur var
sóttur, en þegar hann reið í hlaðið, skreiddist skrimslið
aftur niður í ána2 3). 1595 sást skrimsli i Hvítá, og segir
Magnús sýslumaður frá því á þessa leið: »Einn dag, er
fólk fór frá messu í Skálholti suður yfir Hvítá, sáu nokk-
urir menn eina undarlega skepnu, sem kom upp úr ánni
á ferjustaðnum milli hamranna. Það var mikil kind um
sig og ósýnileg; þykjast menn varla kunna frá að segja.
Þó hafi verið álíka að sjá á því sem sels höfuð kynja-
stórt, en aftur eftir undarleg kryppa eður hoxl(!) svo sem
með tindum, eins sem flatbytta aftan fyrir; sýndist skjöld-
ótt, svo stórt sem eitt hús; dró sig svo eftir ánni, og
steyptist síðan. Svo halda menn sú ókind eigi heima í
ánni Hvítá, og sjáist fyrir stórtíðindum«8). 1600, 1608
og 1611 sást líka skrimsli á ferjustaðnum við Skálholt
eftir því, sem Gísli biskup Oddsson segir í annál sínum,
og kemst biskupinn svo að orði um skrimslið 1611: »16.
október 1611 sá Gísli Guðmundsson, sem bjó á Höfða,
næsta koti við Skálholt, og heimamenn hans voðalegt og
furðulegt skrimsli 1 hyl í Hvítá skamt frá Skálholti.
1) Eftir handriti Magnúsar syslumanns Magnússonar f
ísafjarðars/slu í hndrs. Á. M. 407, 4, 350. bl.
2) Þjóðs. Jóns Árnasonar I., bls. 579.
3) Sbr. Ferðabók Eggerts Ólafssonar, bls. 877.