Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 60
6o
menningarlífi, frumskilyrðið fyrir því, að þjóð vor afmá-
ist ekki úr tölu siðaðra þjóða. Sé nokkurt mál, sem
landsstjórnin á að hafa vakandi auga á og bera fyrir
brjósti öðrum málum fremur, þá er það sannarlega þetta;
því að þjóð vor getur ekki átt jafnmikið í húfi um nokkurt
annað mál, eins og þetta mál, sem snertir ekki að eins hverja
sýslu, hverja sveit, hvert heimili,heldur og hvert mannsbarn,
sem á að hafast við á þessu landi — mál, sem ekki að
eins snertir hvert mnnnsbarn á landinu, heldur er og að-
alskxlyrði hvers mannsbarns á landinu fynr því, að verða
að nytsömum og góðum manni.
Og af því, að hér er svo afarmikið í húfi fyrir þjóð-
ina, verðum vér að gera eina kröfu enn — þá, að skóla-
skvlda verði í lög leidd, þegar vér höfum fengið þá
skóla, sem þjóðinni eru boðlegir. Barnafræðslu-vanræksl-
an er svo mikil hér á iandi og skilningsleysið á mikil-
vægi mentunarinnar er víða svo tilfinnanlegt, eins og eg
sagði áður, að vér höfum enga tryggingu fyrir því, að
skólarnir verði notaðir eins og skyldi, þó að þeir væru
fengnir og þó að kenslan væri ókeypis, ef þjóðin væri
látin alveg sjálfráð í þeirn efnum, eða jafn-sjálfráð og nú.
Vitaskuld eiga prestar nú að sjá um, að börn, er þeir
ferma, hafi náð ákveðnu þekkingarstigi. En það erhvort-
tveggja, að það stig er undur-lágt, enda er þessi umsjón
víst að mjög miklu leyti hvergi til nema á pappírnum.
Geta má nærri, hve ríkt sumir prestarnir ganga eftir
þekkingu fermingarbarna í veraldlegum efnurn, þegar
kristindómsþekkingunni, sem þeir sætta sig við, er svo
háttað, að ungmennin hafa aldrei heyrt getið um þann
veg, sem leiðir til lífsins. Slík umsjón verður lang-oftast
einskisverð. Tryggingin er engin til um fjölda-mörg
bcrn, önnur en sú, að aðstandendur barnanna séu bein-
línis skyldaðir til að láta þau vera við nám einhvern
ákveðinn hluta af æskuárunum.