Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 6
6
tafarlaust mann eða menn í skarðið. í kjörstjórn má enginn
sitja, sem eigi hefir kosningarrétt aS lögum.
2. gr.
Yfirkjörstjórn skal hafa gjörðabók, löggilta af landshöfð-
ingja, og bóka í hana allar gjörðir sínar, útsending og viðtöku
kjörseðla, bréfa o. s. frv., og úrskurði, samtölu atkvæða,
úrslit kosninga o. s. frv.
3. gr.
Undirkjörstjórn skal vera í hverjum hreppi, og í henni
sitja hreppstjóri (séu tveir hreppstjórar, þá sá eldri), oddviti
hreppsnefndarinnar og einn maður af öðrum kjósendum, er
hreppsnefndin k/s. I kaupstað velur bæjarstjórnin undir-
kjörstjórn, eina fyrir hverja kjördeild, eða eina fyrir kaup-
staðinn, ef hann er óskiftur. Undirkjörstjórnir, hvort heldur
í hreppum eða kaupstöðum, velja sér sjálfar oddvita og skifta
að öðru leyti með sér verkum.
Undirkjörstjórar vinna sams konar eiðstaf eins og yfir-
kjörstjórnin (samanber 1. gr.).
4. gr.
Landshöfðingi stílar eiðstaf kjörstjórna og lætur prenta
á landssjóðs kostnað. Eyðublöð með eiðstaf kjörstjórna
afhendir hann yfirkjörstjórninni, en hún sendir hverri undir-
kjörstjórn 5 eintök í senn ásamt kjörskrá.
II. kafli.
Samning kjörskrár.
5. gr.
Kjörskrár semja bæjarstjórnir í kaupstöðum, en hrepps-
nefndir í sveitum. Hafi bæjarstjórn skift kaupstaðnum í
kjördeildir (19. gr.), skal semja sérstaka kjörskrá fyrir hverja
kjördeild.
6. gr.
A kjörskrá skal taka alla þá menn í hverjum kaupstað
eða hrepp, sem kosningarrétt hafa; skal setja í sérstaka dálka
fult nafn kjósanda, stétt, heimili og aldur. Kjósendum á
hverri kjörskrá skal raða eftir stafrófsröð.