Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 40
4o
Eg á við »Eir« — rit, sem snertir velferð allrar þjóðar-
innar, rit, sem er svo alþýðlegt, að hver læs maður með
nokkurn veginn heilbrigðri skynsemi getur skilið það og
fært sér það í nyt. Hann varð að hætta að gefa það út.
Þjóðin fekst ekki til að lesa það. Engin von um, að
það fari að koma út aftur, nema með landssjóðsstyrk.
Maðurinn ráðgerir helzt að íara að gefa út riddarasögur í
staðinn.
»Búnaðarritið« gerir aðal-atvinnu landsmanna að um-
ræðuefni. Allir, sem á það hafa minst opinberiega, hafa
lokið á það lofsorði, að þvi er eg bezt veit. Ekki hefir
verið unt að halda því út, nema með landssjóðsstyrk —
og víst öllu til skila haldið með honum. Bændur hafa
ekki verið fíknari en þetta í að lesa um það, er að haldi
mætti koma þeirra eigin atvinnu.
Ollum mönnum, sem þekkja »Heimskringlu« Snorra
Sturlusonar, ber saman um, að hún sé ein af ágætustu
sagnaritum veraldarinnar. Norðmenn, sem jafnan hefir
hætt við að vera nokkuð ágengir, geta ekki stilt sig um
að stæra sig af því, að hún sé norskt »Nationalværk«.
Þeir gefa hana út i skraut-útgáfum í norskri þýðing og
helztu listamenn þjóðarinnar keppast um að skreyta hana
myndurn. Islenzkur bóksali hefir ráðist í að fara aðgefa
hana út, og selur hana við gjafverði — það er að segja,
ef hann seldi hana. En hann getur ekki selt hana. —
Enginn vill eiga hana, að kalla má. Hún ætti að vera
yndi hverju íslenzku eyra. En menn stilla sig um að
verða þess yndis aðnjótandi.
Bókasalan gengur hörmulega hér á landi nú orðið.
Sumpart kann það að vera því að kenna, að hún sé slæ-
lega rekin. Þá er og borið við örðugum efnahag. Mik-
il hefir þó atvinnan verið hér í Reykjavik og víðar við
sjóinn á síðustu árum. En bókakaupin hafa ekki örfast
mikið fyrir því. Vitanlega er það satt, að krept hefir að