Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 47
47
leiddi til lífsins. Nei, þær könnuðust ekki við það.
Hvort þær rankaði ekki við neinni merkilegri bók, þar sem
talað væri um þennan veg. Nei, enga stúlkuna í bekkn-
um rankaði neitt við þeirri bók. Stúlkurnar voru auð-
vitað allar læsar, allar skrifandi, kunnu allar nokkuð að
reikna, voru allar fermdar og margar þeirra höfðu faiið
með heiðri og sóma gegnum alla bekki heldri barnaskóla
hér á landi. Eg efast ekki um, að þær hefðu þótt full-
boðlegir sveitakennarar, og hafi líka verið jafn boðlegar
eins og margir, sem eru að fást við kenslu á þessu landi.
Því að — »það ætti ekki að þurfa mikið til þess að geta
sagt til börnum«. — Enn þá miklu síður er auðvitað um
það íorvitnast, hvort kennarinn segist trúa nokkuru orði
af því, sem hann á að kenna börnunum í kristindóms-
áttina. Né heldur um það, hvort hann hefir yfirieitt
nokkurn andlegan þroska, hvort nokkur iifandi maður,
barn eða fullorðinn, getur nokkura lifandi vitund á því
grætt að vera samvistum með honum og verða þess að-
njótandi, sem hann veit eða hugsar eða vill. Ekki er
það dæmalaust, að mannaumingi, sem er aðalfífl heils
landsíjórðungs og rekinn er út úr hverju húsi hér í
Reykjavík jafnskjótt og hann stígur fæti sínum inn j það,
sé hafður fyrir kennara ár eftir ár og landssjóðsstyrkur
fenginn til að hafa hann við þann starfa. Og þegar
menn eru að stinga saman nefjum um þetta, þá er vana-
viðkvæðið hjá þeim, sem kunnugir eru: »Þeireru marg-
ir verri en hann E.............., þegar hann er ófullur —
margir verri*.
En svo eru nú allar þjóðir, nema Islendingar,
farnar að skilja það og vita, að þó að rnaður sé prýðis-
vel mentaður og sannkristinn maður, þá er ekki þar
með nein trygging fyrir því fengin, að hann sé góð-
ur kennari. Eg rak mig á áþreifanlegt dæmi þess,
skömmu eftir að eg kom hingað til lands frá Vest-