Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 165
hreyfi hana. Appellöf færir til enn eina skýringu, en
hún er líka bygð á eðli kolavatnsefnisins, og því keimlik
þeim, sem komnar eru hér á undan.
Því fer fjarri, að þessar skýringar Appellöfs séu
gripnar úr lausu lofti, því svipuð loftgos eru alltíð í
Vesturheimi við Missisippiósa, og rifa þau oft geysi-
miklar torfur upp úr botninum, sem geta verið mörg
þúsund ferhyrningsálnir að ummáli. Torfur þessar eru
nefndar »mud lumps«, en ekki er mönnum þó alls kostar
ljóst um upptök þeirra.
Svona eru nú norsku skrimslin, og eg sé ekkert
því til fyrirstöðu, að svona geti staðið á mörgum íslenzk-
úm skrimslum. Þetta virðist t. d. berleg;). vera uppruni
skrimslis þess, er sást í Brúnavík eystra. Ormarnir, sem
getið er um i sögunni, hafa lifað á botninum, en við
rótið sem komst á hann og vatnið í tjörninni, þegar
torfan rifnaði upp, hafa þeir borist upp að yfirborði
vatnsins. Skýring Appellöfs gerir líka grein fyrir hinu
fáránlega sköpulagi, sera á að vera á mörgum vatná-
skrimslum. Skrimslin sem hafa sést t. d. í Lagarfljóti
hafit verið svo margvísleg, að menn yrðu að gera ráð
fyrir mörgum tegundum, eins mörgum og skrimslin voru,
ef menn gerðu þau að lifandi dýrum; en þessi fáránlegi
og fjölbreytilegi skapnaður verður ekkert kynlegur, þegar
menn vita, að skrimslin eru ekkert annað en torfur, sem
blásið hefir upp úr botninum á vötnunum. Það er ber-
sýnilegt, að þær geta haft margvíslega lögun, og er því
ekki að furða, þótt skrimslunum sé lýst margvíslega.
Angiljur þær og armar, er menu hafa þózt sjá út úr
sumurn skrimslunum, eru ekkert annað en slýlufsur eða
jurtarætur, er sokkið hafa o. s. frv., en loftið hefir blás-
ið upp aftur með toifunum. Arnbjörn á Skjögrastöðum
hefir eflaust séð rétt fyrst, þar sem honum virtust ang-
arnir á skrimsli þvi, er hann sá 1861, vera líkir sand-