Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 86
86
að því er kemur til höfuðatriða sögunnar. Með öðrum
orðum: saga ísraels birtist hér í þjóðsagnabúningi. En
við það verður engan veginn minna um hana vert fyrir
oss; því að tilgangur hennar er engan veginn sá, að segja
oss alla sögu þjóðarinnar á þessu tímabili, — það getur hver
maður séð, sem söguna les, — heldur að eins sá, að sýna
oss hvernig guð útvelur þessa þjóð, til þess að vera þá
eignarþjóð sína, sem hann gerir sáttmála sinn við, opin-
inberar sig fyrir, uppelur og vakir yfir.
En það sem í því tilliti verður sagt um patri-
arkasöguna, verður naumast sagt um frumsögu mann-
kynsins, sem skráð er í fyrstu ellefu kapítulum i. Móse-
bókar. Þar er naumast lengur um sögulegan kjarna að
ræða, því að vér erum þar ekki að eins komnir út úr
ísraelssögu, (sem byrjar með Abraham,) heldur jafnvel út
úr allri sögu. Eins og patríarkasagan aðallega birtir oss
skoðun Israels á eigin uppruna sínum sem þjóð, þannig
birtir frumsaga mannkynsins oss trúarlega skoðun Israels
á því, hversu heimurinn og mannkynið sé til orðið. Mik-
ilvægi þessarar bernskusögu mannkynsins er því naumast
fólgið í því, að hún flytji oss sögulega nákvæma lýsingu
á högum og háttum »hinna fyrstu manna« á jörðunni,
heldur í því, að hún flytur oss ýmis trúarleg sannindi
(opinberunar-sannindi) urn uppruna heimsins, upptök synd-
arinnar í heiminum o. s. frv. Og að eins að því leyti,
sem frumsaga mannkynsins flytur oss slík opinberunar-
sannindi, verður hún talin s'ónn saga.
Auðvitað hefir eigi skort tilraunir til að sanna, að
hér væri um bókstaflegan, vísindalegan, sögulegan sann-
leika að ræða. Þeir, sem ekki hafa viljað grípa til þess
úrræðis að segja, að guð hafi opinberað Móse alt efni
þessarar bernskusögu mannkynsins, en enguaðsíður viljað
verja sögulegan sannleika hennar í öllum greinum, hafa
bent á hinn feiknarháa aldur mannanna á þessu tímaskeiði,