Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 166
flæktum viðarhrislum, því skógur vex í kringum Lagar-
fljót, eins og kunnugt er. £f torfan, sem berst upp frá
botninum, er nógu stór, og nógu mikið af lofti í henni,
þá er ekkert því til fyrirstöðu, að hún geti brotið upp
allþykkan ís, og hljóta þá að heyrast brestir miklir og
brak, svo að sagan um skrirr.slið i Vesturhópsvatni þarf
ekki að vera uppspuni. Aftur sjá víst flestir, að það er
fremur ósennilegt, að torfur eti hangið kjöt, og bryðji
jafnvel beinin, og hefði Kolbeinn í Bjarghúsum ekki ver-
ið annar eins ráðvendnismaður og sagt er i sögunni, þá
hefði eg getið þess til, að hann hefði sýnt nágrönnum
sínum hundnöguð bein til þess að fá hjá þeim meira
hangið kjöt.
Skýring Appellöfs sýnir líka vel fra.n á, hvernig á
því stendur, að skrimslin geta farið á móti straumi, því
ekki þarf annað en að það sé svo mikið loft í torfun-
um, að það geti knúið þær með meira afli upp eftir en
straumaflið er ofan eftir. I Lagarfljóti er tiltölulega lítill
straumur, og þarf því ekki ýkjamikið loft til þess, að
skrimslin berist þar á móti straumi.
En er nú svo mikill jurtagróður í vötnum á íslandi,
að nóg loft geti myndast neðan vatns til að hefja upp
torfurnar? Eg er ekki kunnugur mörgum vötnum á ís-
landi, en eg veit með vissu, að mjög mikill jurtagróður
er í Kappastaðavatni í Sléttuhlíð, Mývatni og Víkinga-
vatni í Kelduhverfi, og svo mun vera víðar. Gróðurinn
þarf heldur ekki beinlínis að vera í vötnunum sjálfum,
því árnar geta borið hann í þau. í-leysingum á vorin
brjóta árnar oft stór flykki úr bökkunum, og bera þau
til sjávar eða 1 vötn, þegar svo ber undir. í þessum
flykkjum er mjög mikið af organiskum efnum, svo sem
jurtarótum, og hlýtur að myndast í þeim mjög mikið af
léttu kolavatnsefni, þegar þau safnast fyrir í lægðum á