Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 50
50
verið haldið fast að mönnum, að slik hlunnjindi eigi í
raun og veru að telja sama sem sveitarstyrk. Það hefi
eg sjálfur hlustað á á bæjarstjórnarfundi.
Verzlunarstaða- og sjóþorpaskólarnir eru undir 30.
Þar fengu um 700 börn tilsögn síðastliðinn vetur. Kensl-
an á að standa að minsta kosti 6 mánuði og börnin eiga
að ganga undir próf að vorinu. Fáeinir af þessuni skól-
um virðast hafa komist í gott og fast horf. Aftur standa
sumir þeirra sýnilega veikum fæti.
Svo er nú sveitakenslan eða umferðarkenslan. Henn-
ar njóta langflest börn á landinu. Eg hefi yfirfarið
nokkuð vandlega skýrslurnar frá árinu 1898—99, en
lauslegar skýrslurnar frá síðasta ári. Og það verð eg að
segja, að mér leizt ekki á þann fróðleik, sem þar var að
fá. Börnin, sem tilsögn höfðu fengið hjá þessum kenn-
urum í hitt eð fyrra, voru fast að 3000. Þar af hafði
nærri því helmingurinn, 1412, notið tilsagnar mest 4 vik-
ur, en mjög mörg 1—2 vikur. Svo hafði hátt upp í
þriðjunginn af öllum barnafjöldanum, 959, fengið tilsögn
j—8 vikur. Um 8. hlutinn. 372, hafði haft kennara 9—
12 vikur. En tæpur 11. hlutinn, 2j8, hafði fengið til-
sögn eitthvað meira en 12 vikur.
Nú segja prestarnir mér sumir, að við þessa fræðslu
sé látið sitja, þeim sé ekki með nokkuru móti unt að
aka fólkinu til þess að bæta neinu við hana. Það kasti
allri sinni áhyggju upp á landssjóðskennarana; heimilis-
kenslan sé undir lok liðin, sumpart vegna þess, að heim-
ilin séu orðin svo fámenn, að enginn megi vera að því
að segja til börnum, sumpart fyrir það, að allur áhugi á því
sé farinn. Þeir segja, sumir hverjir, að sveitirnar séu
beinlínis ver farnar fyrir kennarana, en ef þeir væru ekki
til; þá væri miklu hægra við að ráða, langtum heldur
hugsandi að koma áhuga inn hjá fólkinu á barnafræðsl-
unni.