Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 41
41
landbændum upp á síðkastið. En þrátt fyrir þá kreppu
fara munaðarvörukaupin vaxandi. Menn virðast heldur
vilja áfengi og súkkulaði en bækur.
En í rauu og veru gerir ekki rnikið til i þessu sam*
bandi, hverju það er að kenna, að nú er ekki unt að
selja bækur. Menn hafa ekkert gagn af þeim bókum,
sem ekki eru lesnar, ekki komast út til þjóðarinnar —
hverju sem það er að kenna. Og öllurn ber saman um,
að nú sé yfirleitt ekki unt að gefa út bækur styrklaust,
nerna sér í skaða, að þeim bókum helzt undanteknum,
sem æsa ímyndunarafl barnslegra sálna, svo sem þjóð-
sögum og riddarasögum. Fjarri sé það mér að amast við
þjóðsögum vorum; þar er mikla fjársjóðu að finna, sem
eg ætla ekki að fara að gera grein fyrir að þessu sinni.
En engum heilvita manni getur blandast hugur um það,
að slikur bókalestur sé ekki einhlítur.
Nú munu menn segja, að blöðin séu komin í bók-
anna stað. En fyrst er nú þess að gæta, að blöð geta
aldrei komið í stað bóka. Þau eru að mjög miklu leyti
annars eðlis en bækur, fullnægja öðrum þörfum og eru
mjög oft lesin með alt öðruni hug. I öðru lagi verð eg
að leyfa mér að efast um, að sum af blöðum vorum hafi
nokkurt mentunargildi, og það blöð, sem náð hafa því tang-
arhaldi á þjóðinni, að þau eru vafalaust einu blöðin, sem
lesin eru á fjölda-mörgum heimilum hér á landi. Mér er
ekki með nokkuru rnóti unt að líta öðru vísi á, en að
þá, sem fyrir sumurn af blöðum vorum standa, vanti all-
an þorra þeirra vitsmunaskilyrða, þekkingarskilyrða og
viljaskilyrða, sem óhjákvæmileg eru til þess að gefa út
b!öð, er þjóðin hafi verulegr gagn af. Eg ætla ekki að
fara lengra út í þá sálrna. Enda er mér kunnugt um,
að mjög margir hugsandi rnenn á landinu eru mér sam-
dóma í þessu efni, þó að þeir kunni að vera mér ósam-
dóma urn aðal-efni þess, sem eg er nú að tala um — horfa