Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 167
IÉ7
botninum. í Lagarflj'óti sjálfu kvað vera lítill jurtagróð-
ur, en árnar geta borið hann í það, og þá er nóg.
Eg hefi nú sýnt fram á, hvernig stendur á íslenzk-
um vatnaskrimslum, sýnt að sum eru venjuleg dýr, sum
torfur blásnar upp úr vatnabotnum, en sum tilhæfulaus
uppspuni. Hvað á þá að gera úr beinum skrimsla þeirra,
er rekið hefir upp úr vötnum og tjörnum? Eg hefi eng-
ar sannanir fyrir því, að þetta hafi nokkurn tíma átt sér
stað, en ef það er satt, að slíkar beinagrindur hafi fund-
ist við vötn langt frá sjó, þá eru það hvalbein, en ekki
skrimslabein, og er þetta skýrt á þá leið, að landið hafi
hækkað svo mjög, að það sem áður var sjór, eða nam
við sjó, sé nú orðið þurt land. A Vestfjörðum hafa
hvaibein fundist nokkuð frá sjó,1 og stendur svo á þvi,
sem sagt hefir verið.
Þá víkur sögunni til sjóarskrimslanna, og
eru þau engu kynjaminni né fábreytilegri en vatna-
skrimslin, en þó er talsvert öðru tnáli að gegna með
þau, því bæði er nóg víðáttan í sjónum, og ekki skortir
þar heldur dýpi til að hylja hinar voðalegustu ófreskjur
fyrir augum manna ár eftir ár og öld eftir öld.
Eg skal fyrst geta hér um sjóarorminn hinn
m i k l a, sem svo margar sögur fara af bæði hér í álfu
og annarstaðar,2 en hann hefir sjaldan sést við Island.
Að minsta kosti þekki eg að eins tvær sögur af honum
hér frá landi. 1797 átti hann að sjást fyrir Norðurlandi,
og skal eg taka frásögn Magnúsar Stephensens um hann
hér upp orðrétta: »Með fáheyrðari sjónum og viðburð-
um tel eg sjóorm nokkurn (serpentem marinum), sem í
vetur 1797 í janúaríó sást fyrir framan svo nefnda Dali,
milli Fljóta og Siglufjarðar á Norðurlandi, og hélt sig
1) Eftir sögn Stefáns kennara Stefánssonar á Möðruvöllum.
2) Gröndal bls. 104 o. 8. frv.