Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 90

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 90
90 enn f>á eldri ritum, sem nú eru glötuð. 1 i. Mós. 27, v. 28—29 og v. 39—40, þar sem verið er að lýsa samband- inu milli þeirra bræðranna Isaakssona, Jakobs og Esaú, verða slíkir ljóðakaflar fyrir oss. Þessir ljóðakaflar eru mikilsverðir fyrir skilning vorn á patríarka-sögunni í ýmsu tilliti. Meðal annars bera þeir það ljóslega með sér, að víða þar sem virðist vera verið að skýra frá einstökum persónum, er jafnframt verið að lýsa lífi og háttum heilla þjóðflokka. Ljóð þau, sem brot þessi eru tekin úr, eru sennilegast orðin til á þeim tímum, er menn vildu festa sér í minni gamlar sögusagnir um uppruna ýmsra sér- stakra þjóðflokka, og firra þær gleymsku og glötun. Er alment álitið, að þessi ljóð, sem brotin í 1. Mós. 27 eru tekin úr, séu ort áður en konungatímabilið hefst hjá ísrael. Sama er að segja um »lofsöng Móse« í 2. Mós. 15, 1 —18. Að stofninum til er »lofsöngur« þessi mjög gamall, sennilegast orðinn til ekki mjög löngu eftir komu ísra- elsmanna til Kanaanslands. En seinna hafa ljóð þessi verið aukin og endursamin, til þess að þau gætu einnig átt við síðari tíma. Þannig er í 17. versinu talað um »þann stað, er Jahve hafi gert að sínum bústað og helgi- dóminn, sem hendur hans hafi tilreitt« — og leiðir það eðlilega hugann til miklu síðari tíma. — I 4. Móse-bók verða einnig fyrir oss mjög gamlir ljóðakaflar. Þannig eru í 21. kapítulanum brot úr »bókinni um bardaga Jahve« en í því riti hefir, ætla menn, verið safn af þjóðkvæð- um um afreksverk Israels, er hann braut undir sig þjóð- ir þær, er fyrir voru í Kanaan við komu hans þangað frá Egiptalandi; sé svo, þá er mjög líklegt, að þau séu ort á því timabili, sem hér ræðir um, þótt þeim hafi naumast verið safnað saman í eina heild fyr en á næsta tímabili. Sennilegast eru og Bíle- ams-spádómarnir (4. Mós. 23. og 24. kap.) frá þessu tíma- bili, þótt sumt i þeim beri á sér merki síðari tíma, t. a.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.