Eimreiðin - 01.07.1899, Side 11
Fjarlægustu fjöllin sýnast íegurst. — Helgidómur fjarlægðar-
innar býr þau í gull og skart.
*
Uppi í marbláma himinsins er dökkur díll, sem bærist, en
heldur þó kyrru fyrir. Hann lætur til sín heyra. Röddin og
reglubundnu hreyfingarnar segja til og sýna, að þetta er lóan.
»Blessuð lóan«. Hún er komin fyrir löngu; sást mörgum
dögum áður en til hennar heyrðist. Hún var svo lúin eftir ferða-
lagið, að hún þurfti að hvíla sig — vængi sína og rödd. Og svo
voru þá viðtökurnar hérna norðurfrá ekki betri en svo, að frost-
hríð og stormur földu fyrir henni sólina svo dögum skifti, og
bjuggu henni flatsæng á frosnu og snædrifnu hallargólfi stólkon-
ungsins norðlæga.
En nú er hún búin að ná sér og jafna sig eftir ferðavolkið
og misindismóttökurnar. Sólin baðar hana í laug sinni og vor-
blærinn — andardráttur gyðjunnar suðrænu hefir stilt og mýkt
raddstrengi hennar, svo þeir hafa aldrei fyr náð fegurri tökum.
Hún blakar vængjunum hægt upp og niður, hálfafllausum,
eins og þeir væru lamaðir, og syngur báðum röddum. Þegar hún
ber sig svona að, er góðviðri jafnan i nánd.
*
Stelkurinn veður tjarnirnar, skinnleistaður og stingur orma-
dorginni rauðu niður i leðjuna. Hann var leiðtogi farfuglanna
norður eftir, og er nú nálega hættur að brýna feginsröddina yfir
komu sinni á fæðingarstöðvarnar, sem voru alhvítar af gaddi, þegar
hann heilsaði fyrst. Nú er hann tekinn að hugsa um og búa sig
undir búskapinn og barnauppeldið og setur hann því hljóðan og
vinnugefinn. Þó býður hann »góðan dag« á hverjum morgni við
Bæjartjörnina í snjöllum og hvellum róm, og hneigir sig nokkr-
um sinnum á eftir.
*
Lóan syngur uppi. En niðri á jörðinni er heldur ekki þögnin
tóm. Sólskríkjan okkar heimalda, sem aldrei hefir farið út yfir
pollinn, og liklega alls ekki út úr sveitinni — hún syngur eins
vel og fagurlega og hinir fuglarnir, sem hafa framað sig á hverj-
um vetri — þanið vængi sina til flugs og siglt loftsæinn suður
undir miðjarðarlínu.
Svo er að sjá, sem hún sé nú búin að gleyma vetrarraunun-
um, búin að gleyma því, að góa var nærri því búin að svelta hana
9*