Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 13

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 13
133 fálkinn veita þeim frændsemis-trygðir, en maðurinn miskunn og frið. * Gróðrarliturinn er kominn í húsþekjur og hlaðvarpa, og fyrsta ærin er borin. Hún hefir verið látin út á túnið, til þess að viðra sig og lambadrotninguna, dóttur sína, sem er köruð aðeins annars vegar. Móðurinni er ógeðfelt að ganga frá henni betur en svo, vegna óhreinkunnar, sem húsvistin hefir sett á drotninguna hrokkin- hærðu. Ærin lítur ekki við jörðinni og móðirin snýst í sífellu utan um lambið sitt, drepur niður höfðinu og heldur snoppunni fast að því. Hún þvær það i framan með tungunni, aftur og aftur, og kumrar við því í hvert skifti, sem það fellur og bröltir. Og kviðurinn lyftist og gengur upp og út í lambsvanginn í hvert sinn, sem móðurröddin titrar í vitunum. Þegar hún jarmar á vanalegan hátt, ber ekki á þessum sam- drætti í holbúknum. En móðurröddin á sér líka dýpri rætur en áðrar raddir og kemur innar frá. * Brumið er farið að springa út á kjarrinu, þar sem þrestiinir búa. Þeir eru óeirnir og kviklátir fuglar, og allra fugla kátastir, þegar hlýtt er og sólarsýn góð. En skógurinn er þeim ekki sam- boðinn — kræklóttur og feyskinn. Og svo eru teinungarnir þrótt- lausir, sem bera brumið, að þeir svigna og titra þegar þrestirnir verpa sér á þá af fluginu. Þrestirnir kunna hins vegar vel við sig, þegar greinarnar dýja undir þeim. Þeir ráða sér ekki fyrir gleði og fjöri, fljúga fram og aftur, ölvaðir af áfengi vorgyðjunnar, sem hún hefir borið þeim í sólveigum sínum. * Og lældrnir kveða við af gargi gráandanna. Þær hafa búið • hér alla vetur milli lækjaskaranna og oft átt í vök að verjast. Rödd þeirra er ófögur en sterk. Hún er áþekk rödd stórhríðanna, sem hafa byrgt fyrir þeim vakirnar í mestu aftökunum, þegar norðan- garrinn hefir boðið út liði sínu, og lagt herspora yfir heimskauts- bauginn. * * *
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.