Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 13
133
fálkinn veita þeim frændsemis-trygðir, en maðurinn miskunn
og frið.
*
Gróðrarliturinn er kominn í húsþekjur og hlaðvarpa, og fyrsta
ærin er borin.
Hún hefir verið látin út á túnið, til þess að viðra sig og
lambadrotninguna, dóttur sína, sem er köruð aðeins annars vegar.
Móðurinni er ógeðfelt að ganga frá henni betur en svo, vegna
óhreinkunnar, sem húsvistin hefir sett á drotninguna hrokkin-
hærðu.
Ærin lítur ekki við jörðinni og móðirin snýst í sífellu utan
um lambið sitt, drepur niður höfðinu og heldur snoppunni fast
að því. Hún þvær það i framan með tungunni, aftur og aftur,
og kumrar við því í hvert skifti, sem það fellur og bröltir.
Og kviðurinn lyftist og gengur upp og út í lambsvanginn í
hvert sinn, sem móðurröddin titrar í vitunum.
Þegar hún jarmar á vanalegan hátt, ber ekki á þessum sam-
drætti í holbúknum. En móðurröddin á sér líka dýpri rætur en
áðrar raddir og kemur innar frá.
*
Brumið er farið að springa út á kjarrinu, þar sem þrestiinir
búa. Þeir eru óeirnir og kviklátir fuglar, og allra fugla kátastir,
þegar hlýtt er og sólarsýn góð. En skógurinn er þeim ekki sam-
boðinn — kræklóttur og feyskinn. Og svo eru teinungarnir þrótt-
lausir, sem bera brumið, að þeir svigna og titra þegar þrestirnir
verpa sér á þá af fluginu. Þrestirnir kunna hins vegar vel við
sig, þegar greinarnar dýja undir þeim. Þeir ráða sér ekki fyrir
gleði og fjöri, fljúga fram og aftur, ölvaðir af áfengi vorgyðjunnar,
sem hún hefir borið þeim í sólveigum sínum.
*
Og lældrnir kveða við af gargi gráandanna. Þær hafa búið •
hér alla vetur milli lækjaskaranna og oft átt í vök að verjast. Rödd
þeirra er ófögur en sterk. Hún er áþekk rödd stórhríðanna, sem
hafa byrgt fyrir þeim vakirnar í mestu aftökunum, þegar norðan-
garrinn hefir boðið út liði sínu, og lagt herspora yfir heimskauts-
bauginn.
* *
*