Eimreiðin - 01.07.1899, Side 15
135
Öll þessi þing eru ofin úr pelli og purpura og eru hinar
mestu gersemar.
Kvöldsólin starir hugfangin á þær. Miðnætursólin dáist að
þeim, en aftanroðinn og morgunbjarminn leika sér að þeim og
gera á þær fellingar og brot.
Dísinni kemur ekki dúr á auga vikum saman. Hún horfir
yfir hafflötinn, sem æðarfuglinn mókir á þúsundum saman í þétt-
um flekum. Hann sefur við tær hennar, og lognaldan vaggar
honum eins og móðir barni sínu.
Geislar miðnætursólarinnar renna láréttir inn að ströndinni og
færa hana og landbáruna í dýrindis litklæði.
Hafflöturinn er hvítur í logninu. En á víð og dreif er hann
þó dökklitur, þar sem síldartorfurnar vaða ofansjávar. Hvalirnir
velta sér í þeim og stinga sér eftir föstum reglum: fyrst tvö
grunn-köf og svo taka þeir djúpkafið. Það er auðþekt: Þá kemur
sporðurinn allur á loft, en spyrðustæðið rís lóðrétt. Þegar þeir
koma úr kafinn, stigur andgufa þeirra lóðrétt í loft upp, hvít eins
og hverastroka, en blásturinn þýtur í tanklunum eins og lúður
gjalli.
Vorgyðjan hefir lagt leið sina yfir landið, þvert og endilangt.
Spor hennar eru alstaðar augljós: í þekjum og vörpum, aurum
og árbökkum.
Hún hefir smalað síld og hvölum utan úr hafi og inn að
fjöru, seitt sílin upp í landsteina, og teygt hvítfuglinn á land.
Hún hefir drepið fingurgómi sínum á augnabrýr Ægis og
dáleitt hinn hamramma jötun.
Hún hefir fundið svaninn að máli suður í verinu og hvatt
hann til flugs, létt vængjatökin og vísað honum nýruddar, heið-
skirar himinleiðir norður yfir blájökla og berangur hálendisins.
Hún hefir svift sundur likhjúpi árinnar, brotið kistulokið og
sópað öllu á sjó út, en reist hana sjálfa frá dauðum og lyft henni
upp á bakkann.
Hún hefir beizlað sunnanvindinn austan við Vínland hið góða
og leitt hinn áttfætta, glófexta gæðing þúsund rasta veg norð-
austur — norðaustur að rostungalandi og hvítabjarnavegum.
Hún hefir þvegið Fjallkonuna frá hvirfli til ilja — laugað
hana í tárhreinu steypibaði og þerrað með dúnmjúkum dreglum
sólarinnar.