Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 15

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 15
135 Öll þessi þing eru ofin úr pelli og purpura og eru hinar mestu gersemar. Kvöldsólin starir hugfangin á þær. Miðnætursólin dáist að þeim, en aftanroðinn og morgunbjarminn leika sér að þeim og gera á þær fellingar og brot. Dísinni kemur ekki dúr á auga vikum saman. Hún horfir yfir hafflötinn, sem æðarfuglinn mókir á þúsundum saman í þétt- um flekum. Hann sefur við tær hennar, og lognaldan vaggar honum eins og móðir barni sínu. Geislar miðnætursólarinnar renna láréttir inn að ströndinni og færa hana og landbáruna í dýrindis litklæði. Hafflöturinn er hvítur í logninu. En á víð og dreif er hann þó dökklitur, þar sem síldartorfurnar vaða ofansjávar. Hvalirnir velta sér í þeim og stinga sér eftir föstum reglum: fyrst tvö grunn-köf og svo taka þeir djúpkafið. Það er auðþekt: Þá kemur sporðurinn allur á loft, en spyrðustæðið rís lóðrétt. Þegar þeir koma úr kafinn, stigur andgufa þeirra lóðrétt í loft upp, hvít eins og hverastroka, en blásturinn þýtur í tanklunum eins og lúður gjalli. Vorgyðjan hefir lagt leið sina yfir landið, þvert og endilangt. Spor hennar eru alstaðar augljós: í þekjum og vörpum, aurum og árbökkum. Hún hefir smalað síld og hvölum utan úr hafi og inn að fjöru, seitt sílin upp í landsteina, og teygt hvítfuglinn á land. Hún hefir drepið fingurgómi sínum á augnabrýr Ægis og dáleitt hinn hamramma jötun. Hún hefir fundið svaninn að máli suður í verinu og hvatt hann til flugs, létt vængjatökin og vísað honum nýruddar, heið- skirar himinleiðir norður yfir blájökla og berangur hálendisins. Hún hefir svift sundur likhjúpi árinnar, brotið kistulokið og sópað öllu á sjó út, en reist hana sjálfa frá dauðum og lyft henni upp á bakkann. Hún hefir beizlað sunnanvindinn austan við Vínland hið góða og leitt hinn áttfætta, glófexta gæðing þúsund rasta veg norð- austur — norðaustur að rostungalandi og hvítabjarnavegum. Hún hefir þvegið Fjallkonuna frá hvirfli til ilja — laugað hana í tárhreinu steypibaði og þerrað með dúnmjúkum dreglum sólarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.