Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 18

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 18
13» En ég varð hlýindunum feginn. Ég færði mig eftir því sem sólin gekk og ornaði mér við geisla hennar seint og snemma, þegar ég gat. Mér hafði verið voðalega kalt lengi, lengi. Hendurnar voru orðnar visnar af kulda, fæturnir blóðlausir upp fyrir mjóaleggi og kinnfiskarnir sognir og þurrir. Svo hitnaði mér. Hvílík umskifti! Ylurinn streymdi gegrium mig, inn í hjartarætur og út frá þeim aftur á víð og dreif; hann flaug fram í fingurgóma og streymdi niður í tær. Hjartað var móttökufæri geislanna og dreifivél. Það var sem fjölgunargler, sem margfaldar sólargeislana og tvístrar þeim víðs- vegar. Æðarnar þrútnuðu og uxu eins og lindir í leysing. Vöðvarnir fengu aftur fjaðramagnið og kinnfiskarnir lifnuðu við. Ég varð sem nýr maður. Ég varð léttur í spori; hugsanirnar urðu framrækar, og voninni varð bjart fyrir augum. * Þegar ég horfði i augu þín, var sem ég sæi himininn opinn — sólroðinn, heiðbláan himininn. Þar var mér sýnd eilifðin sjálf rneð þeim litum, sem engin nöfn eiga eða tilveru meðal málar- anna. Roði kinna þinna og yfirlitur var sem kvöldroði, þegar góð- viðri er i nánd. Og svo mikill yndisþokki fylgdi þér og kvennsómi, svo mikill innileiki og fegurð, eins og Guð hefði gert þig með hægri hend- inni en alt annað með hinni vinstri. * Þú gazt vikið þér undan, þegar ég vildi taka himininn hönd- um, sem meyjarblómi þinn hinn tárhreini hafði yfir að ráða. En þú gazt ekki varnað mér þess, að líta til þín, horfa á þig, stara og mœna, þegar þú varst í örskotshelgi augna minna og í sjónmáli sjáaldurs míns. Þú gazt vikið þér undan og gengið burt. En þú gazt ekki meinað mér að horfa eftir þér — fylgja þér með augunum og dást að hinum sjálfgerða vexti þínum og yndis- lega limaburði, sem hvergi á sinn líka og sem drotningin með tilbúna vöxtinn hlyti að öfunda þig af sáran, ef hún liti þig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.