Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 18
13»
En ég varð hlýindunum feginn.
Ég færði mig eftir því sem sólin gekk og ornaði mér við
geisla hennar seint og snemma, þegar ég gat.
Mér hafði verið voðalega kalt lengi, lengi. Hendurnar voru
orðnar visnar af kulda, fæturnir blóðlausir upp fyrir mjóaleggi og
kinnfiskarnir sognir og þurrir.
Svo hitnaði mér.
Hvílík umskifti!
Ylurinn streymdi gegrium mig, inn í hjartarætur og út frá
þeim aftur á víð og dreif; hann flaug fram í fingurgóma og
streymdi niður í tær.
Hjartað var móttökufæri geislanna og dreifivél. Það var sem
fjölgunargler, sem margfaldar sólargeislana og tvístrar þeim víðs-
vegar.
Æðarnar þrútnuðu og uxu eins og lindir í leysing. Vöðvarnir
fengu aftur fjaðramagnið og kinnfiskarnir lifnuðu við.
Ég varð sem nýr maður. Ég varð léttur í spori; hugsanirnar
urðu framrækar, og voninni varð bjart fyrir augum.
*
Þegar ég horfði i augu þín, var sem ég sæi himininn opinn
— sólroðinn, heiðbláan himininn. Þar var mér sýnd eilifðin sjálf
rneð þeim litum, sem engin nöfn eiga eða tilveru meðal málar-
anna.
Roði kinna þinna og yfirlitur var sem kvöldroði, þegar góð-
viðri er i nánd.
Og svo mikill yndisþokki fylgdi þér og kvennsómi, svo mikill
innileiki og fegurð, eins og Guð hefði gert þig með hægri hend-
inni en alt annað með hinni vinstri.
*
Þú gazt vikið þér undan, þegar ég vildi taka himininn hönd-
um, sem meyjarblómi þinn hinn tárhreini hafði yfir að ráða.
En þú gazt ekki varnað mér þess, að líta til þín, horfa á þig,
stara og mœna, þegar þú varst í örskotshelgi augna minna og í
sjónmáli sjáaldurs míns.
Þú gazt vikið þér undan og gengið burt.
En þú gazt ekki meinað mér að horfa eftir þér — fylgja þér
með augunum og dást að hinum sjálfgerða vexti þínum og yndis-
lega limaburði, sem hvergi á sinn líka og sem drotningin með
tilbúna vöxtinn hlyti að öfunda þig af sáran, ef hún liti þig.