Eimreiðin - 01.07.1899, Side 20
140
sig í hugskoti mínu, þarf að eins að opna það, og svo er það
honum hentugur, útvalinn bústaður.
Hann sendir hraðskeyti sín í allar áttir, niður í tær og fram
í fmgurgóma, — kallar hitann úr útlimunum og slær köldum
svita út um herðar og andlit.
En þótt þessi ægilegi vetur, sem nú gengur i garð, verði
langur og snjóþungur, þótt hann skifti árum og tugum ára — þá
munu þó blómjurtir vona minna og minninga, sem vortíðin hlúði,
verða grænar undir snjónum.
Og ég vinn til þess, að krafsa eftir þeim með berum hönd-
unum oft og tíðum, þótt ég blóðgi mig á gómunum og rífi negl-
urnar frá kvikunni.
Ég vinn það til, til þess að fá að sjá þær.
Já, þær munu verða grænar undir snjónum.
Þær þutu ekki upp eins og arfi — uxu engum örþrifa-ofvexti,
sem oftast nær mun verða dáðlaus. Þegar harðnar í tíðinni, heldur
hægt og jafnt — svo hægt, að muninn sá aðeins á vikna fresti
og mánaða. Að því leyti áttu þær skylt við fjallajurtirnar okkar,
smávöxnu, en kjarngóðu, sem fara grænar undir snjóinn á haustin
og koma grænar undan honum á vorin.
En munu jurtirnar mínar nokkru sinni blómgast?
Til þess þarf snjóinn að taka upp. Þær geta haldist grænar
undir snjónum; en þær geta ekki blómgast undir snjó.
En þótt veturinn verði frostharður og dimmviðrasamur, verður
þú samt
vina mín!
ljósblettur á leið minni — morgunstjarna og kvöldstjarna huga
míns, sem tindrar í fjarskanum gegnum kólguna og kafaldið.
Hvað annað?
Þú hefir aukið manngildi mitt — hækkað hlutabréf lífs míns
í verði.
Aður en ég kyntist þér, þótti mér það varla eyris virði. En
nú vildi ég ekki láta það, þótt alt gull veraldar væri í boði, og
þótt mér væri veittur frestur, til þess að eyða því, áður en hluta-
bréfið felli í gjalddaga.
Þú hefir að vísu valdið mér sársauka — óviljandi.
En þú hefir líka sýnt mér heilaga þrenning: Trúna, Vonina
og Kærleikann.
Þér á ég það að þakka, að ég veit hvað ástin er — að hún