Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 20

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 20
140 sig í hugskoti mínu, þarf að eins að opna það, og svo er það honum hentugur, útvalinn bústaður. Hann sendir hraðskeyti sín í allar áttir, niður í tær og fram í fmgurgóma, — kallar hitann úr útlimunum og slær köldum svita út um herðar og andlit. En þótt þessi ægilegi vetur, sem nú gengur i garð, verði langur og snjóþungur, þótt hann skifti árum og tugum ára — þá munu þó blómjurtir vona minna og minninga, sem vortíðin hlúði, verða grænar undir snjónum. Og ég vinn til þess, að krafsa eftir þeim með berum hönd- unum oft og tíðum, þótt ég blóðgi mig á gómunum og rífi negl- urnar frá kvikunni. Ég vinn það til, til þess að fá að sjá þær. Já, þær munu verða grænar undir snjónum. Þær þutu ekki upp eins og arfi — uxu engum örþrifa-ofvexti, sem oftast nær mun verða dáðlaus. Þegar harðnar í tíðinni, heldur hægt og jafnt — svo hægt, að muninn sá aðeins á vikna fresti og mánaða. Að því leyti áttu þær skylt við fjallajurtirnar okkar, smávöxnu, en kjarngóðu, sem fara grænar undir snjóinn á haustin og koma grænar undan honum á vorin. En munu jurtirnar mínar nokkru sinni blómgast? Til þess þarf snjóinn að taka upp. Þær geta haldist grænar undir snjónum; en þær geta ekki blómgast undir snjó. En þótt veturinn verði frostharður og dimmviðrasamur, verður þú samt vina mín! ljósblettur á leið minni — morgunstjarna og kvöldstjarna huga míns, sem tindrar í fjarskanum gegnum kólguna og kafaldið. Hvað annað? Þú hefir aukið manngildi mitt — hækkað hlutabréf lífs míns í verði. Aður en ég kyntist þér, þótti mér það varla eyris virði. En nú vildi ég ekki láta það, þótt alt gull veraldar væri í boði, og þótt mér væri veittur frestur, til þess að eyða því, áður en hluta- bréfið felli í gjalddaga. Þú hefir að vísu valdið mér sársauka — óviljandi. En þú hefir líka sýnt mér heilaga þrenning: Trúna, Vonina og Kærleikann. Þér á ég það að þakka, að ég veit hvað ástin er — að hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.