Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 23
143
Fyrst sat hann á sér og lagði ást sína í læðing, þó hann vissi
vel, að stúlkan elskaði hann aftur, — af því hann vildi ekki steypa
henni í ógæfu. En brátt varð sú raunin á, að honum var cmögu-
legt að lifa án hennar. Hann varð æ þunglyndari og þunglyndari,
og hugsaði um hana dag og nótt; hann neytti hvorki svefns né
matar og hafði ekki rænu á neinu.
Honum fór nú að verða ljóst, að það mundi gersamlega fara
með hann bæði andlega og líkamlega, ef hann væri lengur að
leggja höft á ást sína, og með því honum gat ekki betur fundist
en hún væri réttmæt og af guðlegum rótum runnin, þá fór hann
á fund stúlkunnar og hóf mál sitt á þessa leið:
»Þú veizt, að ég ber fölskvalausa ást til þin, og mundi einskis
óska framar en að að gera þig að eiginkonu minni fyrir guði og
mönnum. Þú veizt líka, að þetta getur ekki orðið, meðan ég er
ófullveðja, af því frændur mínir aftaka það. Ég hafði því hugsað
mér að þreyja og bíða, unz fullveðjadægur mitt rynni upp, en ég
þrái þig svo mikið, að ég get ekki sofið og enga ánægjustund
haft. Mér hefur nú dottið í hug, að úr því að drottinn hefur
kveykt slikt bál í jafnungum brjóstum og okkar, þá geti það ekki
verið tilgangur hans, að okkur skuli vera stíað sundur. Ég hef
líka verið að hugsa um, að þó þú nú, þegar þar að kemur, hvilir
mér á armi, meðan okkur verður auðið að eigra hérnamegin, þá
komi þó þau árin, sem líða meðan við verðum að bíða og neita
okkur um alla munuð, aldrei aptur, svo að við þannig verðum
svikin um nokkuð af sælu okkar. Því spyr ég þig, hvort þú viljir
leyfa mér að koma á laun í herbergi þitt og taka þig í faðm mér
eins og þú værir orðin konan mín, sem þú líka sannarlega skalt
verða, jafnskjótt og unt er.«
Stúlkan varð kafrjóð við þessa djarfmannlegu ræðu, varp
geislum sjóna sinna djúpt inn í auga hans og mælti síðan:
»Satt segið þér þetta, herra! Og með því að mér hefur
staðið á sama um alla aðra karlmenn í heiminum síðan ég sá
yður, og með þvi ást mín og þrá er engú minni en yðar, þá skal
herbergi mitt standa yður opið, jafnan er þér viljið þangað leita.«
Svo liðu nokkrir mánuðir og þau nutu sælu sinnar og lofuðu
daglega guð meðan þau voru að teyga ástabikarinn. En svo bar
það til einn dag, að hestur aðalsmannsins datt með hann á harða
spretti, svo hann hlaut bana af samstundis. Stúlkunni varð svo
mikið um þetta, að hún hefði sjálfsagt sprungið af harmi, ef hún