Eimreiðin - 01.07.1899, Page 37
157
til þess að bera þar hita og þunga dagsins. Hann settist niður i
mjúkan stól, krosslagði fæturna upp á skrifborði sínu og byrjaði
hið háleita dagsverk sitt með því að opna fréttablöðin, sem lágu
fyrir framan hann á borðinu. Hið fyrsta, sem hann leit á, var
skammagrein til stjórnarinnar útaf stefnu hennar í tollmálinu, og
sá hann enga ástæðu til að fara að lesa hana. Hann leitaði því
víðar og hitti loks á grein, sem færði honum þær fréttir, að hluta-
bréf í Kanada-Kyrrahafsbrautarfélaginu hefðu stigið í verði um tvo
af hundraði, og þótti honum það góðar fréttir. Kom honum þá
til hugar, að það væri flónska af sér að kaupa ekki meira af þeim,
meðan þau væru í svo lágu verði, og um það var hann að hugsa,
þegar hann heyrði klukkuna slá ellefu.
»Tommi!« kallaði hann.
»Hér, herra!« var svarað í næsta herbergi, og í sömu svipan
rak skrifstofusveinn hans höfuðið inn úr dyrunum.
»Veiztu hvort nokkrir af ráðherrunum eru komnir í ráðstefnu-
salinn ?«
»Já, herra! Elliott og Mackenzie eru komnir fyrir stundu og
bíða yðar þar.«
»Þá er bezt ég fari til þeirra. — Heyrðu, þú getur fært okkur
tvær flöskur af kampavíni og nokkur staup.«
»Já, herra,« sagði hann og fór.
Stjórnarformaðurinn tók með mestu gætni fæturna ofan af
skrifborðinu, stóð upp og gekk inn í ráðstefnusalinn, þar sem ráð-
herrarnir biðu hans.
»Góðan daginn, herrar mínir,« sagði hann.
»Góðan daginn,« sögðu þeir, súrir á svipinn yfir að hafa
orðið að bíða svo lengi.
»Það var slæmt að þið skylduð þurfa að biða eftir mér, en
ég sagði Tomma að færa okkur flöskur og staup.«
Ráðherrarnir lyftu brúnum við þessa gleðifregn.
Formaðurinn settist niður, og Tommi kom von bráðar með
vínið.
»Mr. Austin spyr, hvort hann eigi að skrifa kampavínstunn-
urnar, sem komu frá Montreal í gær, í útgjaldadálk ríkisins eða í
prívatreikning yðar ráðherranna.«
»í útgjaldadálk ríkisins, auðvitað. Er hann það flón að halda,
að við förum að borga fyrir kampavín? Þú getur farið, Tommi,
og sagt honum það. — — Nú, svo þurfum við að tala saman