Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 37
157 til þess að bera þar hita og þunga dagsins. Hann settist niður i mjúkan stól, krosslagði fæturna upp á skrifborði sínu og byrjaði hið háleita dagsverk sitt með því að opna fréttablöðin, sem lágu fyrir framan hann á borðinu. Hið fyrsta, sem hann leit á, var skammagrein til stjórnarinnar útaf stefnu hennar í tollmálinu, og sá hann enga ástæðu til að fara að lesa hana. Hann leitaði því víðar og hitti loks á grein, sem færði honum þær fréttir, að hluta- bréf í Kanada-Kyrrahafsbrautarfélaginu hefðu stigið í verði um tvo af hundraði, og þótti honum það góðar fréttir. Kom honum þá til hugar, að það væri flónska af sér að kaupa ekki meira af þeim, meðan þau væru í svo lágu verði, og um það var hann að hugsa, þegar hann heyrði klukkuna slá ellefu. »Tommi!« kallaði hann. »Hér, herra!« var svarað í næsta herbergi, og í sömu svipan rak skrifstofusveinn hans höfuðið inn úr dyrunum. »Veiztu hvort nokkrir af ráðherrunum eru komnir í ráðstefnu- salinn ?« »Já, herra! Elliott og Mackenzie eru komnir fyrir stundu og bíða yðar þar.« »Þá er bezt ég fari til þeirra. — Heyrðu, þú getur fært okkur tvær flöskur af kampavíni og nokkur staup.« »Já, herra,« sagði hann og fór. Stjórnarformaðurinn tók með mestu gætni fæturna ofan af skrifborðinu, stóð upp og gekk inn í ráðstefnusalinn, þar sem ráð- herrarnir biðu hans. »Góðan daginn, herrar mínir,« sagði hann. »Góðan daginn,« sögðu þeir, súrir á svipinn yfir að hafa orðið að bíða svo lengi. »Það var slæmt að þið skylduð þurfa að biða eftir mér, en ég sagði Tomma að færa okkur flöskur og staup.« Ráðherrarnir lyftu brúnum við þessa gleðifregn. Formaðurinn settist niður, og Tommi kom von bráðar með vínið. »Mr. Austin spyr, hvort hann eigi að skrifa kampavínstunn- urnar, sem komu frá Montreal í gær, í útgjaldadálk ríkisins eða í prívatreikning yðar ráðherranna.« »í útgjaldadálk ríkisins, auðvitað. Er hann það flón að halda, að við förum að borga fyrir kampavín? Þú getur farið, Tommi, og sagt honum það. — — Nú, svo þurfum við að tala saman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.