Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Side 38

Eimreiðin - 01.07.1899, Side 38
i)8 viðvíkjandi þessum aukakosningum í Halifax. Það var slysalegt, að hann skyldi fara að deyja, hann Smith.« »Já, nú man ég það,« sagði Elliott, »að hingað er kominn maður frá Halífax, sem óskar að tala við okkur um kosningar þær, er í hönd fara.« »Hvað heitir hann?« Elliott tók nafnspjald upp úr vasa sínum og las: »Samúel H. Johnson.« »Samúel H. Johnson,« sagði stjórnarformaðurinn. »Ég kann- ast ekki við manninn. Skyldi hann vera úr vorum flokki, eða flokki stefnulevsingja ?« »Hann kvaðst hafa stutt flokk vorn drengilega síðan hann fór að taka þátt í stjórnmálum.« »Þá er sjálfsagt að veita honum áheyrn, en þó er bezt að láta hann bíða í klukkutíma. Það sæmir ekki tign vorri, að al- þýðumenn nái tali af oss tafarlaust. Tommi! — Nú, hvert er strákurinn farinn? ------Þú getur sagt þessum Mr. Johnson, að vér munum veita honum áheyrn eftir einn klukkutíma.« »Já, herra,« sagði strákur og fór þangað sem Johnson beið. »Þér verðið að bíða í einn klukkutíma,« sagði hann; »ráðherrarnir eru i afarmiklum önnum.« »Það er slæmt,« sagði Johnson. »Get ég ómögulega fengið að tala við þá strax?« »Þegar ég segir yður, að það geti ekki orðið fyr en eftir klukkutíma,« sagði strákur í þóttafullum róm, »þá er það svo að skilja, að þér getið ekki talað við þá fyr en eftir klukkutíma. Það er svo að skilja, að það stendur eins og stafur á bók. Viljið þér bíða á meðan, eða ætlið þér að ganga út?« Johnson sá sinn kost beztan að bíða. Honum leiddist að sitja og gekk fram úr salnum og ætlaði inn í bókhlöðuna. En hann rataði ekki og lenti inn í langan gang, sem lá í gegnum bygging- una. Þar voru skrifstofur á báðar hendur, og sást inn í þær gegn- um glerið í hurðunum. Hann veitti því eftirtekt, að hann sá hvergi skrifstofuþjónana gera neitt, heldur sátu þeir og voru að rabba saman. »Varst þú í leikhúsinu í gærkveldi?« heyrði hann einhvern spyrja. »Já, ég var þar,« svaraði annar. »Eyddi fimm dollurum — sat milli tveggja stúlkna — leikurinn leiðinlegur.«
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.