Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 38
i)8
viðvíkjandi þessum aukakosningum í Halifax. Það var slysalegt,
að hann skyldi fara að deyja, hann Smith.«
»Já, nú man ég það,« sagði Elliott, »að hingað er kominn
maður frá Halífax, sem óskar að tala við okkur um kosningar
þær, er í hönd fara.«
»Hvað heitir hann?«
Elliott tók nafnspjald upp úr vasa sínum og las: »Samúel H.
Johnson.«
»Samúel H. Johnson,« sagði stjórnarformaðurinn. »Ég kann-
ast ekki við manninn. Skyldi hann vera úr vorum flokki, eða
flokki stefnulevsingja ?«
»Hann kvaðst hafa stutt flokk vorn drengilega síðan hann fór
að taka þátt í stjórnmálum.«
»Þá er sjálfsagt að veita honum áheyrn, en þó er bezt að
láta hann bíða í klukkutíma. Það sæmir ekki tign vorri, að al-
þýðumenn nái tali af oss tafarlaust. Tommi! — Nú, hvert er
strákurinn farinn? ------Þú getur sagt þessum Mr. Johnson, að
vér munum veita honum áheyrn eftir einn klukkutíma.«
»Já, herra,« sagði strákur og fór þangað sem Johnson beið.
»Þér verðið að bíða í einn klukkutíma,« sagði hann; »ráðherrarnir
eru i afarmiklum önnum.«
»Það er slæmt,« sagði Johnson. »Get ég ómögulega fengið
að tala við þá strax?«
»Þegar ég segir yður, að það geti ekki orðið fyr en eftir
klukkutíma,« sagði strákur í þóttafullum róm, »þá er það svo að
skilja, að þér getið ekki talað við þá fyr en eftir klukkutíma. Það
er svo að skilja, að það stendur eins og stafur á bók. Viljið þér
bíða á meðan, eða ætlið þér að ganga út?«
Johnson sá sinn kost beztan að bíða. Honum leiddist að sitja
og gekk fram úr salnum og ætlaði inn í bókhlöðuna. En hann
rataði ekki og lenti inn í langan gang, sem lá í gegnum bygging-
una. Þar voru skrifstofur á báðar hendur, og sást inn í þær gegn-
um glerið í hurðunum. Hann veitti því eftirtekt, að hann sá
hvergi skrifstofuþjónana gera neitt, heldur sátu þeir og voru að
rabba saman.
»Varst þú í leikhúsinu í gærkveldi?« heyrði hann einhvern
spyrja.
»Já, ég var þar,« svaraði annar. »Eyddi fimm dollurum —
sat milli tveggja stúlkna — leikurinn leiðinlegur.«