Eimreiðin - 01.07.1899, Side 39
159
»í>að veit ég. Tórir hún enn, þessi frændkona þín, sem þú
segir að muni arfleiða þig?«
»Því er nú ver. Og ekki hægt að hafa út úr henni nokkurt
cent. Og hér verð ég að þræla fyrir tvo dollara á dag, en hún
veit ekki«-------
»Sussu! þeg!«
I þessu opnuðust dyrnar, og herra Lé Roy, einn af ráðherr-
unum, kom nú inn. Hann gekk hratt inn ganginn, án þess að
líta við Johnson, og hvarf inn í ráðstefnusalinn.
Skrifstofuþjónarnir stungu í flýti pennunum ofan í blekið og
nefinu ofan í pappírinn og litu sem þeir væru í mestu önnum,
meðan hann gekk framhjá. En þegar hann var horfinn, litu þeir
upp, stungu pennunum bak við eyrun og fóru aftur að rabba
saman.
Johnson gat ekki fundið bókasalinn og sá því sinn kost beztan
að bíða með þolinmæði. Þegar hinn ákveðni tími var liðinn, kom
sveinninn aftur og sagði, að fáðherrarnir væru reiðubúnir að veita
honum áheyrn. Hann stóð á fætur og fylgdist með honum að
salnum. Strákurinn opnaði dyrnar og hrópaði: ^Mr. Samúel H.
Johnson,« og fór síðan burt.
Elliott stóð upp og tók vingjarnlega í hönd Johnsons, og sagði
síðan hinum hver hann væri. Þeir stóðu upp allir og heilsuðu
honum og settust síðan niður aftur.
»Gleður oss innilega að sjá yður, Mr. Johnson,« sagði Lé Roy,
»þér hafið áríðandi málefni við oss að ræða.«
»Já,« sagði Johnson hálfhikandi. »Ég ætlaði að tala við ýður
um kosningarnar í Halífax, sem nú fara í hönd.«
»Rétt er það. Ég sé í blöðunum, að flokkur vor þar hefir
tilnefnt yður sem þingmannsefni.«
»Já.«
Þér hafið náttúrlega skírteini með yður, til að sanna að þér
séuð sá rétti maður.«
Johnson hafði þau, og lagði þau fram.
»Það er gott. Hafi þér von um mikið fylgi ?«
»Það hef ég. Allir beztu menn flokksins fylgja mér. Svo
er mesti fjöldi af löndum mínum búsettur í borginni, og ég býst
að sjálfsögðu við fylgi þeirra allra. Fæstir þeirra skilja hérlenda
tungu og eru mjög fáfróðir í stjórnmálum. En þeir hafa svo
mikið álit á mér, að þeir mundu fylgja mér, hvaða flokki sem