Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 47

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 47
167 því, sem ég var áðan að tala um við konuna yðar, þá er ég nú í liðsbón. Þér vitið, að stjórnarsinnar hafa tilnefnt mig sem þing- mannsefni, og ég hefi gefið kost á mér. Og nú ríður mér á, að allir vinir mínir styðji mig eftir megni.« »Ég mun minnast yðar í bænum mínum,« sagði prestur, »og yður er sigurinn vis. Hver býður sig fram á móti yður?« »Hann heitir Robert Moore. Raunar held ég fáir landar kjósi hann, en þó heyri ég sagt, að tveir eða þrír séu farnir að srnala atkvæðum fyrir hann. Þeir hafa vitanlega verið keyptir til að ljúga og svíkja landa sina. Ég hefi alla hina mestu og beztu menn mín megin. Ég má treysta á fylgi yðar; er ekki svo?« »Jú,« sagði prestur. »Það er sjálfsagt. Hverjum skyldi ég veita lið, ef ekki yður? En þér vitið, að ég á óhægt að mörgu leyti, því prestar mega ekki taka þátt í kosningum.« »Ó, — þér getið mikið stutt mig, þó þér komið ekki fram opinberlega. Talað máli mínu og ritað greinir í blöðin — þær rnega vera nafnlausar.« »Það get ég gert, og það er velkomið. En ég vona, að þó yður auðnist að komast í þessa háu stöðu, þá hættið þér ekki að styðja að útbreiðslu guðsríkis.« »Þér þurfið ekki að óttast það. Þar sem kristin trú á aðra eins forvígismenn og hér í Kanada, veröa allir að vera kristnir, — »eða þeir hafa sig ekkert áfram« var rétt komið fram á varirnar á honum. — »En nú ætla ég ekki að tefja lengur, þér gerið svo vel og ritið hið bráðasta í blöðin greinir um mig.« »Já, en eigið þér víst fylgi þeirra?« »Ég sé um það. Ég ætla að finna ritstjórann nú í dag. —• Og þér frú Kristjánsson; þér ætlið að minnast mín?« »Þér megið reiða yður á það, Mr. Johnson.« »Þá er málið komið í bezta horf, og ég ætla að kveðja yður, því ég á mjög annríkt.« Og hann kvaddi prestshjónin alúðlega og fór leiðar sinnar. Tvö fréttablöð voru gefin út í borginni, og fylgdi annað þeirra afturbaldsflokknum að málum, en hitt áttu stefnuleysingjar. Bæði voru orðin nokkurra ára gömul, og gat enginn maður í borginni munað eftir því, að þau hefðu nokkurn tíma orðið sammála í nokkru máli. Ef annað studdi eitthvert málefni, þá var sjálfsagt að hitt lastaði það; og ef annað veitti einhverjum manni lið, þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.