Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 47
167
því, sem ég var áðan að tala um við konuna yðar, þá er ég nú í
liðsbón. Þér vitið, að stjórnarsinnar hafa tilnefnt mig sem þing-
mannsefni, og ég hefi gefið kost á mér. Og nú ríður mér á, að
allir vinir mínir styðji mig eftir megni.«
»Ég mun minnast yðar í bænum mínum,« sagði prestur, »og
yður er sigurinn vis. Hver býður sig fram á móti yður?«
»Hann heitir Robert Moore. Raunar held ég fáir landar kjósi
hann, en þó heyri ég sagt, að tveir eða þrír séu farnir að srnala
atkvæðum fyrir hann. Þeir hafa vitanlega verið keyptir til að ljúga
og svíkja landa sina. Ég hefi alla hina mestu og beztu menn mín
megin. Ég má treysta á fylgi yðar; er ekki svo?«
»Jú,« sagði prestur. »Það er sjálfsagt. Hverjum skyldi ég
veita lið, ef ekki yður? En þér vitið, að ég á óhægt að mörgu
leyti, því prestar mega ekki taka þátt í kosningum.«
»Ó, — þér getið mikið stutt mig, þó þér komið ekki fram
opinberlega. Talað máli mínu og ritað greinir í blöðin — þær
rnega vera nafnlausar.«
»Það get ég gert, og það er velkomið. En ég vona, að þó
yður auðnist að komast í þessa háu stöðu, þá hættið þér ekki að
styðja að útbreiðslu guðsríkis.«
»Þér þurfið ekki að óttast það. Þar sem kristin trú á aðra
eins forvígismenn og hér í Kanada, veröa allir að vera kristnir, —
»eða þeir hafa sig ekkert áfram« var rétt komið fram á varirnar
á honum. — »En nú ætla ég ekki að tefja lengur, þér gerið svo
vel og ritið hið bráðasta í blöðin greinir um mig.«
»Já, en eigið þér víst fylgi þeirra?«
»Ég sé um það. Ég ætla að finna ritstjórann nú í dag. —•
Og þér frú Kristjánsson; þér ætlið að minnast mín?«
»Þér megið reiða yður á það, Mr. Johnson.«
»Þá er málið komið í bezta horf, og ég ætla að kveðja yður,
því ég á mjög annríkt.«
Og hann kvaddi prestshjónin alúðlega og fór leiðar sinnar.
Tvö fréttablöð voru gefin út í borginni, og fylgdi annað þeirra
afturbaldsflokknum að málum, en hitt áttu stefnuleysingjar. Bæði
voru orðin nokkurra ára gömul, og gat enginn maður í borginni
munað eftir því, að þau hefðu nokkurn tíma orðið sammála í
nokkru máli. Ef annað studdi eitthvert málefni, þá var sjálfsagt
að hitt lastaði það; og ef annað veitti einhverjum manni lið, þá