Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 50
I?0
að götustrákar voru á fleygiferð með prentaða seðla, sem þeir
dreifðu um strætin og gáfu hverjum, sem um gekk. Hann tók
einn seðilinn og las:
Mr. Robert Moore,
þingmannsefni frjálslynda flokksins í Halifax,
œskir atkvæða yðar á kjördegi.
Látið ekki ginnast af gulli og lygum afturhaldsmanna.
Kjósið Robert Moore!
Johnson sneri við og ásetti sér að hitta aftur ritstjóra fylgis-
blaðs síns. Hann sá, að hér var ekki um gott að gera. Það var
enginn vafi á því, að mótstöðumenn hans ætluðu að gera honum
sóknina erfiða, og láta hann komast í krappan, áður hann næði
sæti í þingsalnum. Þegar hann kom á skrifstofuna, var ritstjórinn
að semja skammagrein um Robert Moore, sem hann þó sjaldan
hafði séð, og aldrei haft neitt misjafnt af að segja.
»Heyrið þér,« sagði Johnson; »ég þarf að fá prentað og út-
býtt þúsund lausamiðum í kveld. Getið þér látið gera það?«
»Sjálfsagt. Hvað viljið þér láta prenta?«
Johnson sagði honum það og fór.
Eftir lítinn tíma voru margir strákar á þönum fram og aftur
um bæinn við að útbýta svo látandi seðlum:
Greiðið atkvæði með
Samúel H.Johnson, Esq.
jþingmannsefni hinns óháða,frjálslynda flokks afturhaldsmanna í Halífax.
P. S. Mr.Johnson æskir að tala við sem flesta af yður á Atlantic-hótelinu.
Vín og vindlar gefins.
Sama kveldið var blaðið prentað, og var þar löng ritstjórnar-
grein með svo látandi fyrirsögn:
Góðar fréttir.
Stjórnin ætlar að láta gera stórkostlegar umbætur við skotvirki bæjarins.
Tveir verkfræðingar komnir frá Ottawa til að gera áætlun
um kostnaðinn.
Og á öðrum stað í blaðinu stóð þessi grein:
»Svívirðileg blaðamenska!
I síðasta númeri »Morgunstjörnunnar« stendur löng skamma-
grein um þingmannsefni stjórnarsinna, Mr. Samúel H. Johnson.