Eimreiðin - 01.07.1899, Side 55
175
»Hm,« sagði Johnson aftur. Honum þótti nú minna varið
í fréttina.
»Ég kom á fund til þeirra,« sagði Grímur, »til að velja handa
þeim »mottó« á fánann. Éær töluðu mikið um, hve mikil áhrif
þær gætu haft á stjórnmál landsins, ef þær bara hefðu kosninga-
rétt; — þér ætlið að sjá um, að þær fái að kjósa næst, er ekki
svo?«
»Ekki er það nú alveg víst, að þeim verði hleypt að kosn-
ingaborðinu, en þær geta kosið á þann hátt, að ráða atkvæðum
eiginmanna sinna. Karlmennirnir eru ekkert nema seðlar, sem
konurnar kjósa á. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa þær með
sér. En hvað er þetta,« sagði hann og stóð upp, því hópur af
mönnum kom og ruddist inn í búðina. Hann gekk fram á móti
þeim. Það var hópur af fylgismönnum hans, úr austurhluta bæj-
arins, sem raunar stóðu á kjörskránni, en skeyttu ekki agnar ögn
um kosningar nema að vera þeim megin, sem betur var veitt og
fjárvon meiri. A undan þeim gekk stór og digur sláni, svo fullur,
að hann gat valla staðið; hann tók Johnson í fang sér og faðmaði
hann að sér, og sagði kjökrandi: »Eað vildi ég að guð gæfi, að
þér næðuð almáttugur kosningu. Ég hef veðjað á yður tuttugu
dollurum, og þér megið ekki falla. Nú ætlum við að drekka eitt
glas með yður, því við erum nýkomnir frá að berja á helvítinu
honum Moore — börðum þrjá menn hans niður, og —«
»Drekka eitt glas með Mr. Johnson,« endurtók hópurinn, og
út með þeim varð hann að fara, og hella í þá víni eins og þeir
vildu, því annars mátti hann eiga þá vísa á móti sér við kosning-
arnar.
VE
Fundur sá, er þeir Johnson og Grímur töluðu um, átti að
byrja daginn eftir kl. tvö síðdegis. Helztu menn beggja flokkanna
höfðu komið sér saman um, að þingmannaefnin skyldu halda þar
ræður, og skýra kjósendum frá stefnu sinni í stjórnmálum. Löngu
fyrir hádegi fóru kjósendur að tínast inn á veitingahúsin, sem
voru í grend við fundarsalinn; sérstaklega voru það tvö veitinga-
hús, sem var eins og öllum væri vísað á. En því var þannig
varið, að þeir Johnson og Moore höfðu í tómi samið sinn við
hvorn veitingamann, að þeir skyldu veita mönnum sínum vín og