Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 57
177
borðinu. Tveir eða þrír tóku það svo nærri sér, að þeir stungust
á höfuðuð á gólfið. Vart voru húrraópin urn garð gengin, þegar
dyrnar opnuðst og fjórir menn úr flokki Roberts Moore óðu inn
í herbúðir óvinanna. Einn þeirra var sex feta hár risi, alþektur
sem einn hinn mesti hnefleikamaður i borginni, og betri en þrír
aðrir i stjórnmálum, því eitt hnefahögg hans var meira sannfær-
andi en klukkutíma ræða.
»Það er nú aldrei org,« byrjaði hann. »Þið hafið víst haldið,
afturhalds-jarðsvínin ykkar, að við mundum ekki þora að ganga
inn til ykkar. Hrópið þið aftur húrra fyrir Johnson, ef þið þorið.«
»Ég þori það,« sagði sá, sem kom húrraópinu á stað. Pað
var hvorttveggja að hann ætlaði að hrækja hátt, enda gafst honum
nú tækifæri á að reyna það. »Ég læt ekki minn hlut fyrir heim-
skum og illgjörnum stefnuleysingjum.«
»Heyrðu vinur,« sagði hinn; »við skulum nú tala um þetta
eins og skynsömum mönnum sæmir. Það situr illa á okkur að
vera þau helvítis stjórnmála-jarðsvín að kjósa þennan Johnson, til
þess að herða á járnviðjum afturhaldsmanna á okkur. Veiztu
hvernig toll-lögin eru? Veiztu hvað mörg pund af tóbaki við
fáurn fyrir dollarinn? Nei, þú veizt ekkert af þessu, því þú ert
asni, sem aldrei lest blöðin, og blöðin eru það, sem fræða okkur
um stjórnmál landsins. Ég er nú fimtugur, og hef lesið blöðin í
sextíu ár, og veit hvað ég tala um. Ég-----------.«
»Hvað á þetta helv. raus! þú — —«
»Haltu kjafti, afturhalds-jarðsvínið þitt,« sagði tröllið og skók
hnefann framan i hann. »Við skulum tala um þetta í bróðerni.
Hvað fáum við af tóbaki fyrir dollarinn? Fjögurpund; en mund-
um fá sex pund og tvö lóð, ef tollurinn væri ekki. Robert Moore
ætlar að afnema tollinn. Johnson ætlar að hækka hann á okkur.
Hvar lendir það? Hvar lendir það?« endurtók hann með þrum-
andi rödd og barði saman hnefunum. »A ég að segja ykkur það?
Éað fer fyrir þessu landi eins og ritningunni, þegar Gyðingar fóru
til Abrahams og báðu hann að afnema tollinn á tóbaki, en hann
sagðist skyldi flengja þá með skorpíónum. Hvernig fór? Þeir
gerðu uppreisn og tóku nýjan kaðal og hengdu konunginn fyrir
framan þinghúsið. Sama ættum við að gera, eða hvað finst ykkur?
Hvort viljið þið heldur Ijögur eða sex pund fyrir dollarinn?«
»Sex pund,« hrópuðu allir.
»A, var það svo? Hvað segir þú um það, þú þarna með
12