Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 66

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 66
ingu,« sagði einhver við sessunaut sinn. Skólapiltarnir heyrðu þetta og tóku viðbragð svo mikið, að gólfið bifaðist, og strunsuðu út i einni þvögu, og margir með þeim. Johnson gekk nú aftur fram á ræðupallinn. Hann var búinn að leggja frá sér hattinn, og ætlaði nú að tala upp úr sér. »Það lítur svo út sem hinir heiðruðu fundarmenn vilji ekki hlusta á mótstöðumann minn,« byrjaði hann. »Máske menn vilji heldur hlusta á mig. Eg vil þess vegna leyfa mér enn á ný að ávarpa yður með nokkrum orðum.« »Geti ég ekki fengið að tala hér fyrir skríl þeim, sem þér hafið keypt til þess að gera hér uppnám og háreysti, þá er engin ástæða fyrir menn að hlusta á yður, og vil ég því skora á alla mína menn að ganga af fundi,« sagði Mr. Moore, um leið og hann tók hatt sinn og gekk burt. Þegar menn sáu hann fara, kom los á marga, og menn tíndust smámsaman út á eftir, og síð- ast var Johnson einn eftir á ræðupallinum að tala yfir nærri tómu húsi. VIII. Tveim dögum síðar átti kosning að fara fram, og það er óhætt að segja, að þá tvo sólarhringa naut hvorugur kandídatinn svefns né hvíldar. Kosningadagurinn er (eða ætti að vera) einn af hinum alvar- legustu dögum, sem getur komið yfir frjálsa þjóð i frjálsu landi. Þann dag leggur stjórnin niður völdin. Þann dag hvílir stjórn landsins eingöngu á herðum þjóðarinnar, og með atkvæði sínu gefur hver einstaklingur úrskurð sinn um það, hvort ill eða góð stjórn eigi að vera í landinu um næsta kjörtímabil. En hér fór, sem enn þykir við brenna í Kanada, að fæstir gáfu því nokkurn gaum; það var aðeins eitt, sem fyrir þeim vakti; að hafa sem mest upp úr kosningunum — peninga, embætti, eða einhver hlunnindi, eða þá nokkur staup af víni, ef ekki annað. Oll skynsamleg yfirvegun var rekin á flótta. Stjórnmálarakk- arnir gengu um eins og grenjandi ljón og leituðu að þeim, er þeir fengju glapið; og á kjörstaðinn komu menn viti sínu fjær af víni og kosningaæsingum. Og nú var kosningadagurinn runninn upp. Það átti að kjósa á allmörgum stöðum í borginni, en hér verður aðeins drepið á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.