Eimreiðin - 01.07.1899, Side 68
188
þeir sinn fulltrúann hvor, til þess að hafa gát á öllu og líta eftir
hverjir kæmu á kjörstaðinn og hverjir ekki. Atkvæðagreiðslan
gekk seint, einkanlega ef þeir menn áttu í hlut, sem voru með
Moore. Grimur þurfti að yfirvega það alt með nákvæmni, og sjá
um að ekkert væri rangt.
Fulltrúi Moore’s kom nú inn með einn mann, sem óskaði að
greiða atkvæði. Grímur spurði hann að nafni. Hann nefndi sig.
»Þér getið ekki greitt atkvæði hér í dag; nafn yðar stendur
ekki á kjörskrámi.«
Kjósandinn setti upp stór augu. »Stendur ekki nafn mitt á
kjörskránni? Það stóð þó á gömlu kjörskránni, og síðan hefi ég
ekki skift um bústað. Það hlýtur að vera þar.«
»Pað er þar ekki,« sagði Grímur í embættistón. »Þér greiðið
ekki atkvæði hér í dag. Látið hinn næsta koma.«
»Hverjum gáfuð þér atkvæði við siðustu kosningar,« spurði
Moore kjósandann í hljóði.
»Andsk. beinhorninu honum Smith, — fyrirgefið mér, það
lá við sjálft að ég talaði ljótt —, sem sveik öll sín loforð við
okkur. Ég ætlaði að launa Ottawa-stjórninni fyrir mig í dag.«
»Ég sé hvernig í öllu liggur,« sagði Moore og ritaði eitthvað
hjá sér.
Fulltrúi hans kom nú inn með sex menn hvern á fætur
öðrum. Enginn þeirra fékk að greiða atkvæði. Nöfn þeirra höfðu
staðið á gömlu kjörskránni, en verið strikuð út á hinni nýju. Þeir
urðu bálvondir, kendu Johnson og stjórninni um það, og völdu
þeim öll þau fáheyrðustu blótsyrði, sem þeir áttu til í orðasafni
sínu. En það dugði ekkert. Þeir máttu allir fara þaðan svo búnir.
Nú kom fulltrúi Johnsons inn með einn kjósanda.
»Hvað heitið þér,« spurði kjörstjóri án þess að líta á manninn.
»Sveinn Jónsson.«
Mr. Moore leit upp. Hann þekti manninn og vissi, að hann
hafði ekki atkvæðisrétt.
»Mr. Brown,« sagði Grímur, »skrifið þér: Sveinn Jónsson
nr. 83.«
»Þessi maður heitir ísak,« sagði Moore; »en Sveinn Jónsson
er dáinn fyrir fjórum mánuðum. Ég þekti hann vel, því hann
var i vinnu hjá mér.«
»Kjörstjóri ræður því, hvort maðurinn greiðir atkvæði eða
ekk'i,« sagði Johnson stuttlega.