Eimreiðin - 01.07.1899, Side 69
189
»Mr. Johnson hefir rétt að mæla,« sagði Grímur; »það er ég,
sem hefi úrskurðarvald hér í dag. Hvað nafn hans snertir, þá veit
hann að líkindun betur en Mr. Moore, hvað hann heitir. Sé hann
Sveinn Jónsson nr. 83, þá á hann hér atkvæðisrétt. Jafnvel þó
hann væri dauður fyrir fjórum mánuðum, eins og Mr. Moore
segir, þá er ekki þar með sagt, að hann geti ekki greitt hér at-
kvæði. Reyndar stendur í lögunum, að lifandi maður geti ekki
greitt atkvæði í nafni dauðs manns; en það stendur hvergi í þeim,
að dauður maður geti ekki greitt atkvæði, ef hann kemur sjálfur
á kjörstað. Sé þessi maður Sveinn Jónsson nr. 83, þá á hann hér
atkvæðisrétt, hvort sem hann er lifandi eða dauður. Ég vil þess
vegna sem kjörstjóri leggja fyrir yður nokkrar spurningar, nefni-
lega pro primo: Heitið þér Sveinn Jónsson?«
»Ja—á!« sagði hann og horfði altaf á gólfið.
»Ká spyr ég yður pro secundo: Eruð þér dauður eða lifandi ?«
»Ég — ég held — ég — sé — lifandi.«
»Það dugar ekki að segja »ég held«. Éér verðið að vera al-
veg viss í yðar sök, því annars fáið þér ekki að greiða atkvæði.
Ef þér hafið dáið fyrir fjórum mánuðum, þá ættuð þér að muna
eftir því. Eða máske hér séu einhverjir viðstaddir í dag, sem voru
við jarðarför yðar og geti borið yður vitni. Hvað haldið þér um
það ?«
»Ég — held — ég — sé dauður,« sagði hann og leit á kjör-
stjóra og ranghvolfdi augunum.
»Éá er alt gott. Þér hafið sagt, að þér heitið Sveinn Jónsson.
Lögin segja, að Sveinn Jónsson nr. 83 eigi hér atkvæðisrétt, hvort
sem hann kemur hingað lifandi eða dauður. Mr. Brown, skrifið
þér: Sveinn Jónsson nr. 83.«
»Bíðið þið við,« sagði Moore; »ég heimta eið af manninum.«
»Þér hafið rétt til þess. Hvað viljið þér láta hann sverja?«
»Að hann sé þessi Sveinn Jónsson, sem kjörskráin nefnir.«
»Mr. Jónsson,« sagði Grímur og stóð upp, »ég verð að láta
yður vinna eið. Þér sverjið það hér á biflíunni — hvar er hún
nú —---------Mr. Brown, vitið þér hver fjandinn er orðinn af biflí-
unni? — — kæra þökk fyrir; þarna kemur hún. Þér sverjið það
hér á biflíunni, að þér séuð þessi Sveinn, sem kjörskráin nefnir,
og að þér hafið ekki áður greitt atkvæði við þessar kosningar.
Gerið svo vel að kyssa á biflíuna «