Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 69

Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 69
189 »Mr. Johnson hefir rétt að mæla,« sagði Grímur; »það er ég, sem hefi úrskurðarvald hér í dag. Hvað nafn hans snertir, þá veit hann að líkindun betur en Mr. Moore, hvað hann heitir. Sé hann Sveinn Jónsson nr. 83, þá á hann hér atkvæðisrétt. Jafnvel þó hann væri dauður fyrir fjórum mánuðum, eins og Mr. Moore segir, þá er ekki þar með sagt, að hann geti ekki greitt hér at- kvæði. Reyndar stendur í lögunum, að lifandi maður geti ekki greitt atkvæði í nafni dauðs manns; en það stendur hvergi í þeim, að dauður maður geti ekki greitt atkvæði, ef hann kemur sjálfur á kjörstað. Sé þessi maður Sveinn Jónsson nr. 83, þá á hann hér atkvæðisrétt, hvort sem hann er lifandi eða dauður. Ég vil þess vegna sem kjörstjóri leggja fyrir yður nokkrar spurningar, nefni- lega pro primo: Heitið þér Sveinn Jónsson?« »Ja—á!« sagði hann og horfði altaf á gólfið. »Ká spyr ég yður pro secundo: Eruð þér dauður eða lifandi ?« »Ég — ég held — ég — sé — lifandi.« »Það dugar ekki að segja »ég held«. Éér verðið að vera al- veg viss í yðar sök, því annars fáið þér ekki að greiða atkvæði. Ef þér hafið dáið fyrir fjórum mánuðum, þá ættuð þér að muna eftir því. Eða máske hér séu einhverjir viðstaddir í dag, sem voru við jarðarför yðar og geti borið yður vitni. Hvað haldið þér um það ?« »Ég — held — ég — sé dauður,« sagði hann og leit á kjör- stjóra og ranghvolfdi augunum. »Éá er alt gott. Þér hafið sagt, að þér heitið Sveinn Jónsson. Lögin segja, að Sveinn Jónsson nr. 83 eigi hér atkvæðisrétt, hvort sem hann kemur hingað lifandi eða dauður. Mr. Brown, skrifið þér: Sveinn Jónsson nr. 83.« »Bíðið þið við,« sagði Moore; »ég heimta eið af manninum.« »Þér hafið rétt til þess. Hvað viljið þér láta hann sverja?« »Að hann sé þessi Sveinn Jónsson, sem kjörskráin nefnir.« »Mr. Jónsson,« sagði Grímur og stóð upp, »ég verð að láta yður vinna eið. Þér sverjið það hér á biflíunni — hvar er hún nú —---------Mr. Brown, vitið þér hver fjandinn er orðinn af biflí- unni? — — kæra þökk fyrir; þarna kemur hún. Þér sverjið það hér á biflíunni, að þér séuð þessi Sveinn, sem kjörskráin nefnir, og að þér hafið ekki áður greitt atkvæði við þessar kosningar. Gerið svo vel að kyssa á biflíuna «
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.