Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 70

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 70
190 Sveinn tók upp biflíuna kysti hana og lagði hana síðan á borðið. »Þessi eiður er ógildur,« sagði Mr. Moore. »Hann kysti ekki á biflíuna, heldur á þumalnögl sína.« »Mr. Moore,« sagði Johnson og hvesti á hann augun, »ég vil aðvara yður um að ganga ekki of langt.« »Mr. Moore,« sagði Grimur; »ég vil leyfa mér að tilkynna yður, að það er ég sjálfur, sem er kjörstjóri her í dag. Hér stend- ur í lögunum, að sá, sem vinnur eið, skuli kyssa á biflíuna, en það stendur hvergi í þeim, að hann megi ekki kyssa á þumal- nöglina, ef hún liggur á spjaldinu. Það geta verið vissar ástæður til þess, að sá, er eiðinn vinnur, eigi hægra með að kyssa á nögl- ina, heldur en á biflíuna, og ef nöglin liggur á biflíunni, þá er eiðurinn góður og gildur. Gjörið svo- vel að rita það í bókina, Brown, að nr. 83 hafi verið mótmælt af Mr. Moore.« Sveinn greiddi nú atkvæði, og fór síðan sem fljótast út og inn á næstu ölkrá til þess að fá sér hressingu og dró þar upp fimm dollara seðil úr vasa sínum, sem kunningja hans furðaði dálitið á, því áður um daginn hafði hann verið að biðja þá um að lána sér fimm cent. »Þér hafið úrskurðarvald í dag,« sagði Moore við Grim; »en allar aðfarir yðar eru þannig lagaðar, að við þurfum að líkindum að talast dálítið frekar við síðar.« »Dirfist þér að brúka hótanir?« spurði Johnson. »Ég brúka engar hótanir. Ég viðurkenni vald kjörstjóra, og beygi mig fyrir því.« »Það er yður líka fyrir beztu.« Uti fyrir tók nú að gerast háreysti mikil, er mannfjöldinn jókst og menn gerðust ölvaðir. Lögregluþjónninn hafði um morg- uninn valið sér sæti fram við dyr á hurðarbaki. Honum þótti það vissara að vera þar, sem hann yrði sízt ónáðaður, og í von um að það yrði ekki, hafði hann tekið með sér vínflösku og nokkra vindla, og hugsað sér að hafa »góðan tíma«. Allan daginn voru ökumenn á þönum um borgina að smala mönnum saman á kjörstaðinn. Báðir kandídatarnir höfðu leigt fjölda hesta um morguninn til þessa, jafnvel þó lögin bönnuðu slíkt. Fulltrúi sá, sem Johnson hafði úti, tók marga eintali, um leið og þeir komu, eða fór með þá inn á veitingahúsið þar í grend- inni til þess að gefa þeim hressingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.