Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Side 72

Eimreiðin - 01.07.1899, Side 72
192 »Auðvitað Mr. Johnson. Mrs. Kristjánsson bauð mér heirn til sin til þess að drekka hjá sér kaffi, og sagði mér, að nafn mitt stæði á kjörskránni og ég ætti að greiða atkvæði með honum, og til þess er ég komin.« »Hún ætti að skifta sér minna af kosningum en hún gerir. Þér vitið ekki, kona góð, hvað þér eruð að gera. Þér stofnið landinu og sjálfri yður í hættu með þvi að kjósa Johnson. Vitið þér það?« Nei, það vissi hún ekki. »Ég skal skýra það betur fyrir yður. Þér vitið sjálf hvað kaffið kostar. Johnson leggur toll á kaffið, svo að hann geti haft það fyrir ekki neitt. Ef Robert Moore verður kosinn, afnemur hann tollinn, og þá lækkar það í verði um helming.« »Hvað segið þér? Er þetta þá satt?« »Guðs heilagur sannleiki. Hugsið yður nú vel um, hvort þér viljið heldur kjósa Johnson og fá fjögur pund fyrir dollarinn, eða kjósa Moore og fá átta pund. Hugsið yður vel um, segi ég. Það er ekki lítið spursmál, þetta, ekki aðeins fyrir ríkið, heldur einnig fyrir okkur sjálf og börnin okkar.« »Já, þetta er satt. Það vilja víst allir kristnir menn heldur fá átta pund en fjögur fyrir dollarinn, og svo er fyrir mér. Ég kýs þennan Móra, og þakka fyrir að þér komuð mér á rétta leið. — — Svo ég fæ þá átta pund fyrir dollarinn hér eftir?« »Já meira að segja undir eins og þér eruð búnar að kjósa, skal ég gefa yður ávísun á átta pund af kaffi, og — farið þér nú inn.« »Guð blessi yður,« sagði hún og fór inn. Nú var Grímur fjarri að leiðbeina konu þessari aftur í rétta átt. Johnson tapaði atkvæði hennar. Þegar hún kom út aftur, fékk agentinn henni skriflega ávisun á átta pund af kaffi, og kvaðst hafa fengið fulla borgun fyrir það úr annari átt. Klukkan fimm síðdegis skyldi loka kjörstaðnum. Allan daginn var fólksstraumurinn jafnmikill, og þegar á leið daginn, fóru menn að verða hræddir um, að fjölda margir mundu ekki komast að. Þá tóku þeir Johnson og Grímur það til bragðs, að tefja fyrir öll- um mönnum Róberts Moore, eins lengi og þeir gátu, með spurn- ingum og svardögum. Aftur flýttu þeir fyrir sínum mönnum svo sem mögulegt var. Þessi hlutdrægni varð svo augljós, að Moore kvartaði við kjörstjóra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.