Eimreiðin - 01.07.1899, Side 95
215
eða til jarðarinnar. Til þess að framleiða rafmagnsneista með
einföldum straumi úr galvanskerum, mundi þurfa afarmörg ker og
sterkan straum og það yrði dýrt; en með öðrum einföldum verk-
færum má fá miklu ódýrari straum, sem getur gefið langa og
bjarta neista hvern eftir annan.
A síðustu árum hafa menn nú tekið eftir því, að þegar neisti
skreppur frá einum símaenda til annars, þá er það ekki svo einfalt,
sem það virðist í fljótu bragði; neistinn sýnist skreppa aðeins einu
sinni á milli, en í raun réttri er það svo, að séu simaendarnir A
og B, þá skreppur fyrst neisti írá A til B, svo hrekkur nýr neisti
til baka frá B til A, þá enn einn frá A til B og svo koll af kolli,
en neistarnir verða smámsaman
minni og minni, unz þeir hverfa
alveg; þessar sveiflur neistans
eru svo skjótar, að alt verður
í einni svipan og vér fáum
ekki auga á fest, en sjáum að-
eins einn neista.
Þegarkólfur í klukku sveifl-
ast fram og aftur milli klukku-
barmanna, hringir bjallan og
vér heyrum hljóð; þessu víkur
þannig við, að högg kólfsins
koma hreyfingu á klukkuna,
þannig að barmarnir titra eða
sveiflast; þessar sveiflur berast
frá bjöllunni út í loftið, og ef þær berast oss til eyrna, heyrum
vér hljóð. Rafmagnsneistinn sveiflast nú fram og aftur eins og
kólfurinn, og alveg eins og kólfurinn og bjallan koma af stað
hljóðbylgjum í loftinu, alveg eins kemur neistinn af stað rafmagns-
bylgjum, sem breiðast út í allar áttir með ljóshraða; en þó þær
komi til vor, verðum vér þeirra ekki varir, þvi að vér höfum
ekkert skilningarvit, sem getur skynjað þær, eins og eyrað skynjar
hljóðsveiflurnar eða augað ljósöldurnar.
A síðustu árum hafa menn nú fundið upp mjög einfalt verk-
færi, sem »skynjar« rafmagnssveiflurnar, eða segir til, þegar þær
koma. Verkfæri þetta er kallað samloði (Cohœrer) og kent við
frakkneskan mann Branly að nafni, en Marconi hefur endurbætt
það og fyrstur notað það til fréttasendinga. Samloðinn sést á