Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 107

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 107
227 orð þessi ríkt á hjarta. — Ritgerð sinni skiftir hann í greinar: Um eðli og upp- runa landfarsótta, sóttvarnarreglur, sótthreinsun, hjúkrun sjvklinga í landfarsóttum og síðast yfirlit yfir helztu landfarsóttir og nokkra aðra næma sjúkdóma. Er þar í fáum og ljósum orðum skýrt frá undirbúningstíma hverrar sýki, einkennum hennar, útbreiðslu og sýkingarhætti og hve lengi hætta standi af sjúklingnum. Síðast telur höf. lúsaveiki og segir: »sd maður er sjúkur, sem lús finst d«. Mun gamla fólkinu sumu þykja þetta allnýstárleg kenning, fólki, sem lærði það í ung- dæmi sínu, að lúsin væri manninum meðsköpuð, skriði beinlínis út úr hörundinu og að það gæti verið mjög varhugavert að útrýma lúsinni algjörlega, henni kynni þá >að sld inn« og þá væri heilsunni hætta búin. Fáir munu nú, sem betur fer, trúa þessum fáfræðisbábiljum, en þó er hætt við að há verði sjúklingatalan í heilbrigðisskýrslum hreppsnefndanna, ef vandlega verður leitað og allir taldir, sem lús finst á. Það er sárt að þurfa að játa þetta, en hins vegar vonandi, að rnenni sjái sóma sinn í því, að reyna af alefli til þess, að útrýma þessum óþverra, þessum lifandi vott um óþrifnað og skeytingarleysi þjóðarinnar; hreinlati, meira hreinlæti er eina ráðið. Æskilegt væri, að hver einasti maður kynti sér þessar ágætu leiðbeiningar G. H. og fœri eftir þeim. Það mundi hafa meiri áhrif á heilbrigðishag þjóðarinnar en tugir af nýjum héraðslæknum. — í síðara kafla rit- lingsins eru nokkrar athugasemdir um skýrslur þær, sem hreppsnefndir eiga að gjöra um heilbrigðishag manna í hreppnum, eftir amtmann Pdl Briem. Amts- ráðin í Norður- og Austuramtinu hafa samþykt að heimta framvegis slíkar skýrslur, og er »form« fyrir þeim prentað seinast í ritlingnum. í sveitarstjómarlögunum er svo ákveðið, að hreppsnefndir skuli hafa gætur á heilbrigðisástandi í hreppn- um. Hingað til hefur ákvæði þetta verið dauður bókstafur, en nú ætla amts- ráðin að reyna að blása lífi í hann, hvernig sem það kann að takast. Ef hrepps- nefndirnar leysa þetta starf sitt samvizkusamlega af hendi, geta skýrslur þessar orðið mjög fróðlegar og til stórmikils gagns. En það þykir oss vanta, að ekki er spurt um, hvernig húsakynnum sé háttað, vatnsbóli og mataræði. BJARNI SÆMUNDSSON: FISKIRANNSÓKNIR 1897. (Sérpr. úr »And- vata« 1898). Ritgjörð þessi er í 4 köflum: I. Laxár og laxveiðar, II. Silungsvötn og silungsveiðar, III. Selveiðar, IV. Fiskiveiðar í sjó, og þess getið í alllöngu máli, er höf. varð vísari á ferð sinni um Borgarfjarðar, Mýra, Snæfellness og Dalasýslur. — Þar eru stuttar lýsingar á veiðivötnum og ám á þessu svæði, nokkrar bendingar um veiðarfæri og veiðiaðferðir, en meirihlutinn er sögusagnir ýmsra um það, hve mikið hafi veiðst fyr á timum og nú undanfarið í hinu og þessu vatni, á og veiðistöð, og sýna þær, að veiðinni hnignar í mörgum ám og vötnum og sumstaðar er nú engin veiði, þar sem áður veiddist talsvert. Helztu orsök til hnignunarinnar telur höf. óforsjálega og ofmikla ddrdttarveiði í upp- ánum, og ræður því til, að »þeir, sem veiði eiga í löngum ám, veiddu annað- hvort í félagi neðan til í ánni eða leigðu veiðina*, og ættu menn að taka þetta til íhugunar. — Höf. ræður og eindregið til þess, að haldið sé áfram tilraunum með laxaklak, þó árangurinn af klaktilraununum í Hjarðarholti hafi orðið minni, en við var búist. Segir höf., að klakstöðin hafi ekki verið vel sett í Hjarðar- holti; hún heíði átt að vera ofar í ánni, og bendir ennfremur á Haffjarðará, Norðurá og Grímsá sem hentugar til laxaklaks. Fuglvarg (kríu) og sehnn á Hvammsfirði utan til telur hann verið hafa helztu meinvættii laxaklaksins í Hjarð- arholti, og yfir höfuð telur hann selinn skaðlegan laxveiðunum, en vill samt ekki láta útrýma honum eða fæla hann burtu, þar sem selveiðin við árósana er U*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.