Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 111

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 111
231 lendingum fyrir því, að sagnaritun gæti risið upp hjá þeim. Því næst er lýsing á hinni munnlegu sögusögn, eðli hennar og áreiðanleik og hvernig hún kemur fram í sögunum. Þá er kafli um ritlistina og vöxt hennar og viðgang á íslandi, um aðaleinkennin á sagnaritun íslendinga og hvers konar menn hafi ritað sög- urnar. Síðan er lýsing á öllum þeim sagnariturum, sem nafngreindir eru í forn- ritunum og að síðustu lýsing á öllum þeim sagnaritum (sögum, þáttum o. s. frv.), sem menn ekki vita um höfunda að. Er í öllu þessu, eins og nærri má geta, hinn mesti fróðleikur, og því meira í það varið, sem svo nauðalítið hefir áður verið ritað um sagnaritanina í heild sinni. Að skýra frá öllum þeim nýjum skoðunum, sem þar koma fram, yrði of langt mál. Þess eins skal getið, að höf. álítur (og sjálfsagt með réttu), að flestar sögumar hafi verið færðar í letur á 12. öld, en hingað til hafa menn í útgáfunum talið þær flestar ritaðar á 13. öld. Við það færast þær nær þeim atburðum, er þær lýsa, og því minni ástæða til að rengja þær. — Að vorum dómi er þessi kafli bókmentasögunnar enn þá betri en sá fvrri (um skáldskapinn), og þó vér höfum ýmislegt að athuga við einstök atriði, þá er því sfður ástæða til að telja það, sem vér höfum eigi rúm til að telja kostina, sem eru yfirgnæfandi. ÞEKKING Á ÍSLANDI ERLENDIS hefir hingað til verið fremur bágborin, og hefir það mjög stafað af því, að það, sem staðið hefir um það í þeim algengu handbókum, er menn alment sækja í ffóðleik sinn, hefir bæði verið af skornum skamti og líka í mörgum greinum ónákvæmt og rangt. Oss er því mikil gleði að geta um bók, sem vænta má, að ráði bót á þessu. Það er »Saltnonsens store illustrerede Konversationsleksikow. Það verður heljarmikið rit og eru af því út komin 8 bindi og verið að gefa út 9. bindið. Er mjög til þessa rits vandað og hefir þrem íslendingum verið falið að rita í það um ísland og íslenzk efni. Hefir það þegar flutt fjölda af greinum um íslenzka menn og íslenzk efni, en mest kveður þó að greininni »ÍSLAND«, sem nýlega er út komin. Hún er um 40 bls. með þéttsettu smáletri og inniheldur meiri fróðleik um ísland, en nokkurs staðar annars staðar er kostur á að fá á einum stað. Er þar fyrst lýsing á land- inu sjálfu (með uppdrætti) og náttúru þess, jarðfræði, loftslagi, jurta- og dýralífi, þjóðinni og þjóðháttum, atvinnuvegum o. s. frv. Er alt þetta eftir dr. porvald Thdroddsen, nema kaflinn um loftslag, hafstrauma og ísrek, sem er eftir W. Jant- zen, embættismann við veðurfræðisstofnunina í Khöfn. Þá er kafli um stjómar- far landsins, löggjafarvald og umboðsvald, íjármál, réttarfar, mynt, mál og vog og að lokum ágrip af sögu íslands, alt eftir cand. mag. Boga Th. Melsteö. Enn- fremur ágrip af sögu íslenzkar tungu og íslenzkra bókmenta alt irá elztu tímum og niður til vorra daga, eftir prófessor Finn Jdnsson. Er hvorttveggja, að hér hafa þeir menn um fjallað, sem mesta stund hafa lagt á hverja þessara greina fyrir sig, enda er og alt þetta svo prýðilega af hendi leyst, að hartnær ekkert mun við það að athuga. Þar er og margt nýtt, sem hvergi hefir verið tekið fram áður. Þannig hefir t. d. að taka saga íslenzkrar tungu aldrei verið rituð fyr í heild sinni. Höfundarnir eiga mikla þökk skilið bæði fyrir þessa grein og aðra starfsemi þeirra að þessu mikla riti, sem vafalaust verður til þess að auka "að miklum mun þekking útlendinga á íslandi, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur um allan heim. Því búast má við, að handbækur annara þjóði sæki framvegis fróðleik sinn um ísland í þetta rit, svo að þeirri villuþoku, sem hingað til hefir legið yfir landinu, létti smámsaman af. Og þá hafa höfundamir ekki unnið fyrir gíg. V. G.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.