Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Side 113

Eimreiðin - 01.07.1899, Side 113
233 og uppblástursprédikara, að landinu hraki óðum hvað náttúruna snertir. Kemur þar fram sem oftar hin einlæga ættjarðarást hins aldraða, en þó síunga höf. og hin óbifanlega trú hans á framtíð landsins. UM JARÐFRÆÐI GRÆNLANDS hefur hinn ungi íslenzki jarðfræðingur Helgi Pétursson ritað alllanga og fróðlega ritgjörð, er birtst hefur í ritsafninu mikla: »Meddelelser orn Grönland« XIV (bls. 288—347) og hann nefnir »Geo- logiske Optegnelser«. Skýrir hann þar frá jarðfræðisathugunum sfnum á Græn- landsför sinni 1897. Fer hann fvrst nokkrum orðum um bergtegundir þeirra héraða, er hann fór um; því næst lýsir hann skriðjöklum, jökulöldum (Moræner) og ýmsum ísaldarleifum á eyjunum og hinu auða forlendi milli landjökulrandar- innar og strandar. Þá er langur kafli um malarkamba og hjallamyndanir, er bera vott um, að sjór hafi staðið hærra við strendurnar fyrrum en nú, og að síðustu er skýrt frá nokkrum athugunum, er benda á, að landið sé nú aftur að síga í sæ. Ritgjörðinni fylgir nýtt kort yfir dálitla spildu af vesturströnd Græn- lands. —• Oskandi væri að H. P. gæfist kostur á að neyta hæfileika sinna og þekkingar til rannsókna á íslandi. Nóg er þar en að starfa fyrir hann, ekki sízt, ef hann sneri sér að hinni praktisku hlið jarðfræðinnar, jardvegsfrœöinni. St. St. TYRKJARÁNSSAGA. í danska tímaritið »Nord og Syd« (j an. 1899) hefir cand. mag. Sigfús Blöndal skrifað alllanga ritgerð um »víkingaferðir frá Algier til íslands árið 1627«. Er sú ritgerð aðallega bygð á ýmsum íslenzkum frásögnum, en þó nokkuð stuðst við útlend rit líka. SNORRAEDDA. í »Aarboger for nordisk Oldkyndighed og Historie* 1898, 4. h., hefir prófessor Finnur Jónsson ritað langa ritgerð um handritin af Snorraeddu. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að textinn í Konungsbók, og að sumu leyti í Ormsbók, sé beztur og komist næst því, er Snorri hafi sjálfur ritað. Aftur sé Uppsalabók fjærst texta Snorra sjálfs, en einmitt það handrit hafa sumir þýzkir vísindamenn nú á seinni árum talið bezt og upprunalegast. GULL-ÞÓRIS SÖGU hefir dr. Kr. Kdlund gefið út á ný fýrir »Samf. til udg. af gl. nord. litteratur« (Khöfn 1898) og er sú útgáfa mjög vönduð. REGESTA NORVEGICA (Kristjaníu 1898) heitir bók, sem prófessor Gustav Storm hefir byrjað að gefa út fyrir »Det Norske Historiske Kildeskriftfond*. Á hún að innihalda skrá yfir öll þau fornbréf og skjöl, er að einhverju leyti snerta Noreg og ísland, alt frá elztu tímum og fram að 1570. Fyrsta heftið, sem út er komið, nær frá 991 — 1263, og er niðurröðunin eftir aldri, getið um efni hvers skjals, dagsetning þess, ef hún er kunn, og hvar það sé að finna. Þetta er ómissandi bók öllum þeim, sem nokkuð leggja stund á sögu íslands eða Noregs. AMBALES SAGA hefir verið gefin út í hinu enska ritsafni »Northern Li- brary« af Israel Gollancz (»Hamlet in Iceland, being the romantic Ambales saga, edited and translated« etc. London 1898). Er þar prentaður bæði hinn íslenzki texti sögunnar og ensk þýðing af honum og að auki langur inngangur og ýmsar viðbætur aftan við (þar á meðal kafli úr hinm ísl. þýðing Matth. Jochumssonar á Hamlet Shakespeare’s). Um þessa útgáfu hefir prófessor Finnur Jónsson skrifað ritdóm i »Nord. Tidsskr. f. Filologi« 1898 og finst fátt um bókina að öllu leyti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.