Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 116
236
er merkilegt,« segir hann, »að slík uppástunga skuli geta komið fram hjá þjóð
sem jafnmikið hefir fengið að kenna á einokunum eins og íslendingar. En það
er í fullu samræmi við þá fyrirlitning fyrir lærdómskreddum, sem íslendingar
hafa einnig sýnt í ýmsum öðrum greinum, og bæði bendir á lítinn pólitiskan
þroska, og að hinu leytinu líka á framgimi og sjálfstæði.« Eftir að höf. þannig
hefir bent á hinar helztu framfarir, getur hann þess, að þó þær séu töluverðar,
þá komist þær í engan samjöfnuð við framfarir Dana á fvrsta mannsaldrinum
eftir að þeir fengu stjórnarskrá. Að framfarimar séu ekki meiri sé sumpart að
kenna óblíðu náttúrunnar, strjálbygð og örbirgð, og sumpart menjum illrar
stjórnar á umliðnum öldum. En hann álítur, að miklar framfarir séu í vænd-
um og muni þá koma upp bæði auðmenn og öreigalýður eins og hjá öðrum
þjóðum, og sá mikli jöfnuður, sem nú er, hverfa.
Yfirleitt er grein þessi mjög vel rituð og alt, sem nokkru skiftir, rétt í
henni. Væri mikils vert að fá fleiri slíkar greinar frá hendi þessa velmentaða
hagfræðings, enda mun hann ætla sér, að láta hér ekki staðar numið.
EIÐUR, saga séra Jónasar prófasts Jónassonar, er nú komin út á dönsku,
og er þýðingin eftir séra ]. R. Zerlang i Holböl f Slésvík (sbr. Eimr. IV, 240).
Hún er lipur og í alla staði vel af hendi leyst. Þýðingin er prentuð í »Illustre-
ret Tidende* XL, 19—21 (5., 12. og 19. febr. 1899). V. G.
Leiðrétting.
Sökum óhappa við prófarkalesturinn hafa því miður eigi allfáar prentvillur
slæðst inn í »Landnámssöng íslands«, sem menn eru beðnir að leiðrétta áður en
lagið er leikið eða sungið. Hinar helztu villur eru þessar:
Á bls. 121, efri hluta er tj fyrir g í staðinn fyrir j í i. línu í 2. takti.
— 122 og víðar er lagið einkent svo sem það væri í G-dúr í staðinn fyrir
í D-dúr.
— 122, neðri hluta er JjJ fyrir a í staðinn fyrir í I. línu í i. takti.
— 123, efri hluta vantar § fyrir d í bassanum í píanó-fylgiröddunum, fyrri takti.
— 125, efri hluta, er jjjf fyrir h í staðinn fyrir d í hægri hendi í fylgirödd-
unum, fyrri takti.
— 128, efri hluta stendur í 3. takti 1' fyígiröddunum
4 1 j J J' n jLt á
•h ‘ ■=F= í staðinn fyrir ^—■#■—
Nokkrar fleiri smávillur hafa orðið í þessu lagi, t. d. é é í staðinn fyrir
l
H . u
é y, óþarft a og JJ o. fl., en slíkt er vonandi að villi engan.