Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 9
ElliRElUtNt
DR. MATTHÍAS JOCHUMSSON
9
stórskornn og einkennilegu fólki, sem var eins og lifandi
dæmi fornrar glæsimensku. Og á hinn bóginn lærði hann
af sögunni að gera erfiljóð sín að meitluðum mannlýsing-
um. En þau ljóð eru þó framar öllu barátta iifsins og
kærleikans við dauðann. Dauðinn var hinn mikli óvinur,
sem Matthías stóð öndverður gegn alla æfi, sem hafði
sært hann sjálfan dýpsta sárinu, sem altaf var að hrifa
burt einhvern sem hann vildi ekki missa, særa einhvern
sem hann elskaði. Hann viidi ekki sitja hlutlaus, vildi
hugga og líkna.og bjarga með lýsingum sinum frá gleymsku
þvi sem hægt var að bjarga. Dauðinn var honum svo
hugstæður, að hann sá hann allsstaðar. Það er ekki ein-
ungis, að náttúran og mannvirkin dragi síður athygli
hans að sér en mennirnir ug saga þeirra, heldur verða
þau í ætt við dauðann og hann býst ósjálfrátt til varnar.
Honum finst Hróarskeldu dómkirkja ætla að kviksetja sig,
og hann hrópar:
Gefið loft, gefið loft, gefið lifsandaloft,
því eg lifi ekki i rotnandi gröf!
Hafísinn verður »hundrað þúsund kumbla kirkjugarðura,
sambr. »Dauðinn er lækur og lífið er strá«. Því er ekki
furða þótt Dettifoss minni á dauðann. Hann kallar foss-
inn Heljar-Bleik. Það ávarp er ekki valið út í bláinn,
Hann hefir áður í kvæðinu talað um flyksufax. Það minn-
ir á hest. En fossinn, sem er kembdur saman úr mó-
rauðu jökulvatni og hvítleitri froðu, verður bleikleitur i
sólskininu. Og bleikur hestur er einmitt gamalt draum-
tákn dauðans í islenskri þjóðtrú.
Kvæðið endar á þvi, að guðdómsgeislinn skin gegnum
fossinn, friðarboginn ris upp af hamförum hans. En það
er umhugsunin um barnstárin, sem leiðir skáldið til
þessa sigurs. Alveg eins var það í lífi hans: mannúðin
varð leiðin til trúarinnar. Mörgum verður starsýnast á
það, að hann var trúmaður og trúarskáld, og um það
má margt segja út af fyrir sig: hann er alinn upp í guðs-
ótta, verður prestur, brýtur heilann um trú og vísindi, er
lengst af veikur í rétttrúnaðinum. En alt þetta er í raun-
inni aukaatriði. Trúin er með mörgu móti, bæði i orði og