Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 68
68
UM LISTIR ALMENT
[EIMREIÐIN
svörin verða jafn mörg og mismunandi, eins og mennirnir
sem gefa þau.
Alt sem maðurinn þarf til lífsins viðurværis er fæði,
klæði og húsaskjól. Alt sem þar er framyfir er í rauninni
óþarfi. En hver sá maður, sem lifir eingöngu til þess að
kýla kvið sinn og klæðast, er ekki hóti æðri en dýrið,
hversu mikill sem auður hans er og hversu mikil sem
»menning« hans á að vera. Fæði og næturskýli er einnig
alt það, sem dýrið þarf og kemst af með. Listir og vís-
indi, viskulöngun og fegurðarþrá er þessvegna það eina,
sem greinir manninn frá dýrinu. En þessara eiginleika
gætir líka snemma hjá manninum. Fjaðrir Indíánans og
hringar Negrans eru ekkert annað en frumvísar listarinnar.
Matur er mannsins megin og kemur á undan öllu öðru.
Vinna og vöruframleiðsla er það sem viðheldur heimin-
um, en ekki fjármagnið, þótt margur haldi svo. Það er
hinn vinnandi maður, sem ber heiminn á herðum sér.
Iðjuleysinginn er ómagi og eins fyrir það, þó hann eigi
miljónir í peningum. Jörðin gefur, en þó ekki nema hönd
sé hreyfð. Sérhver framkvæmd er verk. Vinna skyldi því
hver maður, vilji hann lifa og heilla njóta. En — »mað-
urinn lifir ekki á brauðinu einu saman«, sagði Kristur.
Þessvegna eru listir til orðnar. Til þess að auðga andann
og lyfta honum frá fánýti hversdagslífsins. Til þess að
gera jarðlífið djúpt og ríkt og ánægjufult.
Enginn maður er svo sneyddur allri smekkvísi, að hon-
um þyki ekki eitt fara betur en annað, þetta vera fallegra
en hitt, né að hann geri ekki eitthvað til að fegra og
skreyta sjálfan sig, eða það sem i kringum hann er. Þetta
er hans meðfædda listagáfa. Hver einasti maður er þannig
brot af iistamanni, þótt hann hafi ef til vill enga hugmynd
um það. Hann hefir því sinn meðskapaða rétt til að
njóta þess unaðar, sem listirnar hafa að geyma.
En hvaðan er þá manninum komin þessi listalöngun?
Alveg eins og forvitnin er frumkvöðull vísindanna, þannig
er og eftirlíkingarfýsnin grundvöllur listanna. Og hverjar
eru þá fyrirmyndirnar? Guð, skaparinn og verk hans, eða,
eins og stendur á öðrum stað: